Sunnudagur, 1. janúar 2012
Loksins er Jón Bjarna farinn, segir Mörður - ekki
Mörður Árnason fer vítt yfir sviðið uppgjöri við Esju-fund samfylkingarfólks sem með herkjum samþykkti breytta ríkisstjórn vinstriflokkanna. Analísa Marðar ræðir einstaklinga nær og fjær uppstokkun ríkisstjórnarinnar og fyrri stjórnarþátttöku Samfylkingar: Árni Mathiasen, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ingibjörg Sólrún, Össur, Jóhanna, Steingrímur J. og Árni Páll eru öll nafngreind.
Merði tekst á hinn bóginn að nefna ekki einu sinni á nafn manninn sem er ástæðan fyrir hringekjunni sem samfylkingarmenn þráttuðu um á Esju-fundinum á föstudag. Jón Bjarnason fyrrum landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra var skotmark forystu Samfylkingarinnar. Kostnaðurinn við að farga Jóni var Árni Páll.
Mörður segir um Evrópumálin
Nú er von til þess að hægt verði að klára aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið eðlilega og heiðarlega í samæmi við stjórnarsáttmálann, þannig að það verði þjóðarinnar að gera út um málið.
Jón Bjarnason stóð gegn umboðslausri aðlögun ríkisstjórnarhluta Samfylkingar að Evrópusambandinu. Steingrímur J. virðist hafa lofað Samfylkingunni að ganga áfram Júdasargönguna sem hann hóf 16.júlí 2009.
Nýfengið traust Marðar á Steingrími J. Sigfússyni verður að skoðast í ljósi forystukreppu Samfylkingarinnar.
Steingrímur J. skilur eftir sig vinstri græna sviðna jörð. Með því að ,,klára aðildarviðræðurnar," þ.e. aðlaga Ísland að ESB, lýkur formaður Vinstri grænna samfylkingarvæðingu sinni og gerir sig kláran fyrir forystuhlutverk þar á bæ.
Mörður gagnrýnir Kristrúnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem Kristrún staðfesti er að Jógríma er tæknilega dauð. Hún varð að steini undan ofbirtu sannleikans. Nú þarf almúginn bara að öskra niður steingervinginn
Almenningur (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 13:03
Þetta er svolítið skrítið að maðurinn skuli ekki nefna Jón sem þessi leikþáttur snýst um eins og þú Páll bendir réttilega á.
Einnig er greinilegt að ekki hefur gróið um heilt milli þeirra Marðar og Árna frá væringum þeirra á milli á árum áður. Ég minnist þess ekki að hafa séð pistla frá málsmetandi aðilum tala svona niður til eigin ráðherra daginn sem þeir láta af embætti.
Landfari, 1.1.2012 kl. 13:24
Verður ekki að hafa í huga hverslags öðlingsfyrirbæri og mannvitsbrekka Mörður er þegar óþverrestigin eru gefin...???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 15:38
Er Mörður hættur að rassakassast með Hannesi?
Melrakki (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 15:55
Fækkun ráðuneytana var í stjórnarsáttmálanum. Þetta átti ekki að koma á óvart.
Sleggjan og Hvellurinn, 1.1.2012 kl. 18:15
Það var ekki kosið um að greiða götu ESB aðildar, þegar kjósendur Vinstri Grænna kusu í síðustu alþingiskosningum. Þess vegna eru Vinstri Grænir umboðslausir við að stjórna landinu í dag.
Það getur verið að sumum finnist í góðu lagi að svíkja alla kjósendur VG.
VG, er að stjórna landinu í dag á algjörlega þveröfugan hátt við það sem þeir voru kosnir út á.
Það er alls ekki í lagi, og eru algjör svik við kjósendur og lýðræðislega kosninganiðurstöðu.
Þeir sem ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg þessi óásættanlegu vinnubrögð eru, ættu ekki að koma nálægt stjórnmálum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.1.2012 kl. 19:08
vg hefur komið a framfæri mörgum gæluverkefnun t.d að banna stypp og mellukaup
Sleggjan og Hvellurinn, 1.1.2012 kl. 19:16
Er ekki eins og áður of lítil eftirspurn eftir Merði Árnasyni en allt of mikið framboð og eins of lítið framboð af Árna Páli en of mikil eftirspurn?
Mummi (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.