Sunnudagur, 1. janúar 2012
Skaupið gerir upp við 2007
Áramótaskaup 2011 sem er í pólitísku uppgjöri við árið 2007 er annað tveggja til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé upphaf og endir stjórnmálanna eða að handritshöfundar séu ekki læsir á samtímann.
Rauði þráður skaupsins var bílferð Steingríms J. og Jóhönnu sem lauk með því að skötuhjúin drógu norska þjóðfánann að húni. Helsta aukanúmerið var Jón Bjarna sem kúgaði Jóhönnu bílstjóra frá því að taka ESB-beygju.
Aðalpúðrinu var eytt á Sjálfstæðisflokkinn sem, samkvæmt skaupinu, var ráðandi í innanlandspólitík ársins 2011.
Skaupið gerði sig einfaldlega ekki þetta árið.
Athugasemdir
svo segir þú - aumkunavert
Rafn Guðmundsson, 1.1.2012 kl. 01:54
Páll Vilhjálmsson, svona var árið 2011 hjá íslenskri þjóð í boði stjórnmálamanna !
Fyrir gefðu, hér ráða sömu klíkuklúbbarnir og hafa gert á áratugi !
Páll Vilhjálmsson , þú ert á launum hjá tveimur af þessum klíkuklúbbum !!!!!!!
JR (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 02:45
Ótrúlegt að enginn í 11 mann veislu rak upp bofs ,ekki eina hláturgusu,horfandi á áramótaskaupið,það hefur aldrei gerst fyrr í mínum hópi. Við endursýningu hefur þó oft ræstz úr,en rauði þráður skaupsins,er sorglega döpur skrumskæling á hjúunum sem eru alltaf úti að aka.
Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2012 kl. 05:19
Skaupið var uppgjör við 2011, Palli minn. Harpa og allir opnunart.tónleikarnir, Jón Bjarnason, fræga innihaldslausa fólkið, Jóhanna og Steingrímur, Karl og geitin, Dorrit og gangan til mótmælenda, eggjakast á þingmenn og gráturinn á Landsfundi.Guðmundur Steingríms og tónlistin, Ragnar Arnalds og pönkliðið hans, megrunarkúr Sigmundar. Sá sem sá 2007 og xD sér það allsstaðar vegna þess að það er límt í heila þess manns.
gangleri (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 09:30
Skaupið var gott, beitt og skemmtilegt Páll eins og það á að vera. Já Sjálfstæðisflokkurinn á að vera stærsti og sterkasti flokkur landsins og rúma hagsmuni allra. Til þess var hann stofnaður og þannig var hann.
Skrípaleikurinn sem átti sér stað á Landsfundi flokksins rataði sem betur fer inní skaupið og vona ég að kjósendur flokksins vakni af Þyrnirósar svefni og skilji að með afturgöngurnar úr hruninu við stýrið og þið vitið í aftursætinu á flokkurinn ekkert erindi á þing.
Ólafur Örn Jónsson, 1.1.2012 kl. 11:27
Skaupið var að mörgu leyti "spot on" Líkaði það vel mikið um stutt og hnitmiðuð skot. Sá fyrir mér árið í fyrra og vissulega teygði það anga sína aftar í almanaksárum en tenginin sterk við það sem er í gangi í samfélaginu. - þetta var gott skaup.
Gísli Foster Hjartarson, 1.1.2012 kl. 11:32
Harpa og allir opnunartónleikarnir. Kastljósið var svo sannarlega á tónlistarmönnunum í fyrra. Leikarar hafa kannski svolítið lent í skugganum. Annars voru nokkrir mjög góðir punktar í þessu skaupi. Árni Þór átti stórleik ársins.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 12:51
Íslendingum fer margt betur en að vera fyndnir.
Ragnhildur Kolka, 1.1.2012 kl. 12:54
Aðalpúðrinu var eytt á Sjálfstæðisflokkinn sem, samkvæmt skaupinu, var ráðandi í innanlandspólitík ársins 2011.
Varstu Páll, að horfa á eitthvað annað skaup en við hin?
Ég veit ekki betur en gegnumgangandi aðalatriði skaupsins hafi verið ökuferð formanna Samfylkingar og VG með einn af þingmönnum síðanefnda flokksins í aftursætinu hluta leiðarinnar, og að sjálft upphafsatriðið hafi verið upptalning helstu klúðursmála ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Framsókn fékk líka sinn skerf af skopstælingum en ekki heyrist neinn gráta það.
Það er alveg ótrúlega þrautseig sjálfhverfa sem birtist hjá þeim sem enn halda að úreltur og ómerkilegur flokkur þeirra sé miðpunktur sem allt snúist um.
Ég gæti allt eins sagt að skaupið hafi verið litað af hatri á fullveldissinnum, vegna þess að við vorum teknir þar fyrir vegna ESB og Icesave. En frá því ég hætti
í Sjálfstæðisflokknumá leikskólanum hefur slíkt ekki hvarflað að mér.Barnaskapur eins og að væla yfir skorti á "jafnvægi milli ólíkra sjónarmiða" og "málefnalegum efnistökum" í grínþætti, er engum til sóma.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.1.2012 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.