Föstudagur, 30. desember 2011
Sameinaði vinstriflokkurinn, SV
Samfylkingu vantar formann og Steingrímur J. er meira en tilbúinn enda útilokað að hann geti leitt Vinstri græna í næstu kosningum eftir ESB-svikin.
Með sameiningu Samfylkingar og Vinstri græna væri leiðrétt fyrir klofninginn úr Alþýðuflokknum árið 1930 þegar kommúnistar hrukku frá borði.
Pólitík Sameinaða vinstriflokksins yrði að vera umpólun á stjórnarstefnunni. Raunhæft er að sameinaður vinstriflokkur njóti 18 til 25 prósent fylgis meðal þjóðarinnar.
![]() |
VG og Samfylking geti sameinast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Verði af þessum bræðing er ég hrædd um að Samfylkingin verði að kasta fyrir róða uppáhalds slagorðinu sínu: frjálslyndur flokkur.
Einhvern veginn tel ég ólíklegt að þeir vilji fara fram undir merki: forpokaða flokksins.
Ragnhildur Kolka, 30.12.2011 kl. 11:20
Í mínum huga mundi V-ið örugglega ekki standa fyrir vinstri; vandræði, vitleysa, villikettir væri allt nærri lagi.
Björn (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 11:28
Ég held að það sé nokkuð ljóst að Steingrímu J fer tæplega fram aftur sem Formaður VG, hann vill örugglega ekki upplifa niðurlæginguna sem hann á vísá í næstu kosningum, nema þá kannski að smeygja VG inn í samspillinguna og fljóta inn á ca 20% fylginu sem samspillingin hugsanlega fær.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 12:46
VG hefur komið ýmsum málum í gegn sem XS var á móti.
Nubo málið er dæmi um slíkt.
XS neyddist að kingja því að VG vill ekki byggja upp atvinnulíf fyrir norðan.
Sleggjan og Hvellurinn, 30.12.2011 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.