Ríkisstjórnin pakkar saman

Sameining ráðuneyta tekur tvö til fjögur ár að komast í framkvæmd; ráðherra er sex til tólf mánuði að komast inn í málaflokkinn og kjörtímabilinu lýkur í síðasta lagi eftir sextán mánuði. Vendingar stjórnarflokkana núna geta ekki styrkt ríkisstjórnina, aðeins veikt hana.

Þrátt fyrir batnandi efnahag þjóðarinnar nýtur ríkisstjórnin þess ekki í auknu fylgi. Engin breyting á ráðherraskipan mun leysa þessa mótsögn.

Raunar eru þeir tveir ráðherrar sem helst er rætt um að fórna, Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason, með skírskotun til kjósendahópa sem stjórnarflokkarnir hvor um sig geta illa verið án.

Árni Páll þykir meiri atvinnulífsmaður en aðrir ráðherrar vinstristjórnarinnar. Með Jóni Bjarnasyni hyrfi pólitísk andstaða Vinstri grænna við aðlögunarferlið að Evrópusambandinu og þar með er enn hoggið í knérunn fullveldissinna í stuðningsliði flokksins.

Ríkisstjórnin líkist helst lífveru sem ræðst á sjálfa sig.


mbl.is Ráðherraspilin stokkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta helvíti gengur ekki lengur.

Það er heilbrigð lýðræðiskrafa að það verði kosningar með vorinu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 09:59

2 identicon

Þetta er ekki ríkisstjórn. Þetta er bankastjórn sem pælir í því hvort hún eigi að setja upp rauða eða bláa húfu.

http://daviddegraw.org/2011/08/fascism-in-america-the-american-legislative-exchange-council-prison-labor/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 14:28

3 identicon

Sæll.

Hvar hefur þú séð að efnahagur þjóðarinnar fari batnandi? Er þetta bara ekki einhver mýta frá Steingrími og Jóhönnu (sem hefur skapað þúsundir starfa í ræðum sínum).

Atvinnuleysi hefur farið vaxandi og landinn flytur enn út til að forðast það ástand sem ríkisstjórnin getur ekki leyst. Skatta á að hækka um áramótin og það er alveg sama hvernig Helgi Hjörvar reynir að útskýra þá hækkun í burtu. Fimbulfamb hans segir mikið um hann enda hefur hann ekki gripsvit á efnahagsmálum frekar en kollegar hans í Sf.  

Félagi minn var að segja mér nýlega að nú væru að koma nýir ráðherrabílar með skotheldu gleri. Svo spurði hann hver myndi eyða kúlu á þetta lið. Góð spurning!! 

Helgi (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband