Miðvikudagur, 28. desember 2011
Hagsaga, Napoleón og evran
Samtök verðbréfasala í Bretlandi, CFA UK, birta skýrslu sem segir að þekkingarskortur fjármálakerfisins á hagsögu sé hluti skýringarinnar á skuldakreppunni. Hagsagan geymir m.a. hugmyndir Napoleóns keisara Frakka í byrjun 19. aldar um sameiginlega mynt á meginlandi Evrópu.
Napoleón byrjaði á því að koma meginlandinu undir sína stjórn og fjölskyldunnar, þ.e. búa til pólitíska Evrópu áður en hann lét sér til hugar koma að setja á flot sameiginlega mynt.
Snillingarnir í Brussel, sem raunar er steinsnar frá Waterloo þar sem Napoleón tapaði sinni hinstu orrustu 1815, byrjuðu öfugum enda: gjaldmiðlasamstarfið átti að þvinga meginlandsþjóðirnar til pólitísks samruna. En þvingun leiðir ekki farsæls samstarfs, á því fékk Napoleón að kenna og 125 árum síðar lærði Hitler sömu lexíu.
Evrópa hefur meiri áhrif en Bandaríkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.