Ísland afbrigðilegt í evru-áhuga

Íslensk stjórnvöld eru afbrigðileg í áhuga sínum að taka upp evru, sé tekið mið af nágrannlöndum okkar. Bretar vilja ekki evru, ekki Danir og ekki Svíar. Jafnvel þjóðir á miðju meginlandi Evrópu s.s. Pólverjar og Tékkar eru mótfallnir því að taka upp evru.

Evrópuvaktin birtir greinagott yfirlit yfir þau tíu ríki Evrópusambandsins sem standa utan evru-samstarfsins og hvaða áherslur þau hafa í gjaldmiðlamálum.

Krónan bjargaði Íslandi úr klóm kreppunnar. Ríki sem sitja uppi með evru, s.s. Írland og Grikkland, eru dæmd til langvarandi samdráttar. Engin skynsamleg rök eru fyrir upptöku evrunnar hér á landi.

Afbrigðilegur áhugi íslenskra stjórnvalda á því að taka upp evru verður sífellt pínlegri fyrir orðspor þjóðarinnar.


mbl.is Bretar mjög á móti evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heilbrigðir Íslendingar,myndu ekki nenna að beygja sig og taka upp 500,-Evruseðil,þótt blakti í vindi við fætur þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2011 kl. 21:02

2 identicon

Við erum með Afbrigðilega Rikisstjórn ...það nátturlega helst i hendur !

ransý (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 21:59

3 Smámynd: Elle_

Skil ekkert í VG að leyfa Össuri og co. að gjöreyða flokknum sem þeir voru búnir að byggja upp.   

Elle_, 27.12.2011 kl. 23:57

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Krónan bjargaði Íslandi úr klóm kreppunnar.  ...bjargaði úr klóm kreppunnar hahahaha - vissi ekki að þú hefðir svona góðan húmor, bjargaði kannski einhverju af því sem bjargað varð. það er nú margt sem við sitjum en uppi með og munum sitja uppi með.

Helga greinilega góður humoristi, ja eða sterkefnuð, að láta 500 evruseðil bara fjúka út í veður og vind er nú ekki mikil skynsemi og segir ýmislegtum viðkomandi - held að megnið af fólki myndi beygja sig eftirseðlinum án þess að hugsa. En svona getur umræðan orðið skrýtin.

Gísli Foster Hjartarson, 28.12.2011 kl. 12:42

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Efnuð nei,en vinn ekki í ruslinu.

Helga Kristjánsdóttir, 28.12.2011 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband