Örlagaár evrunnar 2012

Aðalhagfræðingur Deutsche Bank, Thomas Mayer, segir framtíð evrunnar ráðast á fyrri hluta næsta árs. Ítalía ræður örlögum evrunnar, segir Mayer. Ítalía skuldar 120 prósent af árlegri landsframleiðslu. Tvennt þarf að gerast á Ítalíu næstu mánuði.

Í fyrsta lagi verður ríkisstjórn tæknikratanna þar í landi að skera meira niður í ríkisútgjöldum og í öðru lagi verður að koma hagvexti í gang.

Glöggur rýnir í hagtölur, Edward Hugh, segir nær ómögulegt að ríkisstjórn Monti á Ítalínu nái hvorttveggja skuldum niður og hagvexti upp. 

Óhjákvæmilegt er, segir Hugh, að afskrifa skuldir Ítalíu. Og þar er komið að kjarna skuldakreppu evrulands; hver á að bera afskriftirnar?

Evruland verður ekki til áramótin 2012/2013.


mbl.is Drökmur og lírur til vara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Palli hefur nú spáð hruni evrunnar í x sinn og á nú bara eftir að mynda nýja ríkisstjórn. Ef einhver tekur palla alvarlega er rétt að benda á eftirfarandi;Die Regierung Monti in Rom hat bis zu den Wahlen im Frühjahr 2013 Zeit zu zeigen, dass das Wunder gelingen kann: zugleich die Staatsfinanzen zu sanieren und die Wirtschaft anzukurbeln. Wenn sie das nicht schafft, wird es die Wirtschafts- und Währungsunion in der Form, wie wir sie kennen, auf lange Sicht nicht mehr geben...T mayer segir að stjórninni í Róm verði að takast að koma skikki á ríkisfjármálin og koma hagvexti af stað.Eins og glöggir lesendur sáu taldi Palli að nokkrir mánuðir væru til stefnu.Palli leiðréttir örugglega mistökin. Ennfremur segir Mayer; Zu Beginn des nächsten Jahres wird Italien in eine tiefe Rezession stürzen. Sem sagt ; í upphafi næsta árs mun Ítalía fara í djúpa kreppu(samdrátt). Allt þetta og meira má sjá hér;http://www.faz.net/aktuell/wirtschaft/deutsche-bank-chefvolkswirt-mayer-das-jahr-2012-wird-das-schicksalsjahr-fuer-den-euro-11579985.html

gangleri (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 11:32

2 identicon

Örlagamínútur hafa orðið að örlagadögum og nú loks örlagaári. Örlagaöldin er svo framundan og því passlegt fyrir okkur Íslendinga að slást í för með þessu farsæla sambandi áður en langt um líður.

En þangað til verðum við að lifa við verðtryggða ónýta krónu og gjaldeyrishöft. Ákveðið gjald sem við greiðum nú fyrir óstjórn undanfarinna ríkisttjórna.

Gleðilegt evruár Páll. :)

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 11:53

3 identicon

Án krónunnar væri þrátt fyrir allt ástandið á Íslandi mun verra en það er í dag, því aðeins vegna hennar var hægt að verjast í bankahruninu.

Þætti annars vænt um að heyra Jón Sigurðsson skýra út af hverju Íslendingar "verði" að lifa við gjaldeyrishöft og "ónýta" krónu.

Af hverju í ósköpunum gera kratar sem stjórna nú ekki neitt í málunum annað en að bíða?  ...Og byggja skjaldborg undir fyrri fjárglæframenn?

Nú koma fréttir af að LTRO "liquidity" æfingar Evrópska Seðlabankans sé klúður, því bankar sem hafi þegið peningana þora ekki að kaupa ríkisskuldabréf og sendi fjármagnið til baka á reikning í Seðlabankanum með tapi.  Evran er klúður sem ekki nokkur viti borin maður ætti að vilja sjá á Íslandi.

jonasgeir (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 12:18

4 identicon

'Euro is not to blame for crisis'

http://www.bbc.co.uk/news/business-16314294

gangleri (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 13:24

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Það hefur verið kostulegt að fylgjast með umræðunni um Evruna undanfarin misseri því nú kemur bersýnilega í ljós hversu vel menn eru að sér í fjármálum.

"Palli hefur nú spáð hruni evrunnar í x sinn og á nú bara eftir að mynda nýja ríkisstjórn."   Dauðastríð evrunnar hefur verið langt og mun standa dálítinn tíma enn. Vandinn sem Evran glímir við er af stærð sem er óhugsandi. Aðalatriði fréttarinnar virðist hafa farið framhjá sumum., þ.a.s     "Bankarnir komust að því að það er ekki einfalt mál í fjármálaheiminum að reyna samtímis að lýsa yfir trausti á evru sem sífellt veikist og að búa sig undir fall hennar".

Bankarnir vita miklu meira en við nokkrum sinnum fáum að vita og sú staðreynd að þeir eru að vinna í því að koma fyrir back-up kerfi bendir til þess að þeir haldi að Evran lifi þetta ekki af. Svolítið eins og sumir hér á fróni vorið 2008. Fyrst gaf krónan lítið eitt eftir og svo sprakk allt. Hinsvegar gátum við unnið okkur út úr vandanum en það getur ekki ESB.

Brynjar Þór Guðmundsson, 27.12.2011 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband