Mánudagur, 26. desember 2011
Féflettar, kauphallarsvindl og almannafé
Peningar almennings í lífeyrssjóðum eru í stórhættu sökum þess að nær engin tiltekt var gerð á laga- og regluverki fjármálastofnana eftir hrun. Féflettar í samvinnu við Kauphöllina og bankana sem er í eigu huldufólks bíða eftir tækifæri til að láta greipar sópa á ný.
Skráning á hlutabréfum í fákeppniskompaníinu Högum gefur forsmekkinn af því sem koma skal. Fabúleruð 20 prósent hækkun hlutabréfa á einum degi er startskot fyrir græðgisfíflin.
Að þetta skuli gerast á vakt fyrstu vinstristjórnar lýðveldsins sýnir fullkomna vangetu Jóhönnu, Steingríms J. og þess slektis til að sitja stjórnarráðið.
Athugasemdir
Skjaldborgin utan um bankaræninga með aðstoð IMF verður sýnilegri með hverjum deginum.
Þetta eru kratar!
Má ég ekki segja; Aumingjar.
jonasgeir (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 13:23
Því miður er rétt hjá Páli, að nær engin tiltekt var gerð á laga- og regluverki fjármálastofnana eftir hrun. Þess í stað var í flaustri og óeiningu rokið í það að umbylta stjórnarskránni, sem engan þátt átti í hruninu. Hinum raunverulega vanda var sópað undir teppin í Alþingishúsinu.
Nauðsynlegt er að taka til hendinni varðandi lög um fjármálastofnanir. Ef það verður gert með hagsmuni þjóðarinnar fyrir augum, er næstum öruggt, að árekstur verður við reglur Evrópusambandsins, sem þessi löggjöf er gagnsýrð af. Þar ræðir ekki um eina tilskipun, heldur margar. Ekki fáeinar lagagreinar, heldur fjölmargar. Ekki auðskiljalegar, heldur svo samansúrraðar, að gott má kallast, ef tveir eða þrír alþingismenn skilja þær til fullnustu. Sem veldur miklu um, að þær eru flestar vita gagnslausar.
Það af þessu regluverki, sem ekki er til hagsbóta þjóðinni, þarf að víkja. Hægt er að óska eftir varanlegri undanþágu, til að nema það úr lögum. Nóg ættu að vera rökin, sé litið á ófarir þjóðarinnar. Ef undanþága fæst ekki, er það enn ein röksemdin fyrir því að draga ekki að endurskoða aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Á nýafstöðnum landsfundi lýsti Sjálfstæðisflokkurinn yfir fullum stuðningi við aðild að þessu svæði. Ég trúi því ekki eitt augnablik, að hinn almenni fulltrúi á fundinum hafi haft yfirgripsmikla þekkingu á þessu máli. Samþykktin snérist um það að reyna að halda öllum áfram innan flokksins, skemma ekki möguleika á stjórnarsamstarfi við neinn og leyfa forystunni að halda andlitinu. Það mátti ekki gerast aftur, að menn á borð við Guðbjörn tenór og séra Þóri gengu úr flokknum. Í sama skyni var líka horfið frá því að draga til baka umsókn að Evrópusambandinu. Ekki mátti ganga lengra en að fresta henni. Þetta er ekki mín pólitík!
Og ég nefni ekki Sjálfstæðisflokkinn af því hann sé að marki lakari en aðrir flokkar í þessum málum. Það er sami rassinn undir þeim öllum. Hvað er þá til ráða? Mér dettur helzt í hug að leita fyrirmyndar í norrænni bardagalist. Í Íslendingasögum og fornaldrarsögum Norðurlanda eru furðu mörg dæmi um, að menn hjuggu rassinn undan andstæðingi sínum, honum til ævarandi háðungar. Ýmsir lifðu við þau örkuml, en sárin gréru seint og enginn þeirra er kenndur við mikla bardaga eftir það.
Sigurður (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 14:35
Lífeyrissjóðirnir töpuðu líklega helmingnum af ca 1500 milljarða eign sinni við hrunið 2008.
Sökum gegnumstreymiskerfisins/tregðu lífeyrissjóðanna við að opinbera bókhald sitt án skilyrða er erfitt að setja stærð/tölu á hið raunverulega tap, en ljóst er að tap lífeyrissjóðanna (okkar löggilti einkasparnaður) er hrikalegt.
Ég hef borgað háar upphæðir í minn sjóð (ég byrjaði á 17 ára gamall á frystitogara, árið 1990)en heilbrigð rökhugsun gefur mér að ef/þegar ég næ eftirlaunaaldri þá verður mín inneign í lífeyrissjóðnum annaðhvort horfin eða þjóðnýtt.
Þessir peningar eru ALVÖRU fjármagn og sker sig þannig frá loftbólufjármagninu sem kom og fór í kauphallarviðskiptum heimsins.
Þetta eru/voru peningar sem ÉG myndaði með atvinnuframlagi mínu (sama gildir um alla sem greitt hafa í alla lífeyrissjóði landsins, þetta eru alvöru peningar !!)
Það eru takmörk fyrir því hversu lengi hægt er að misþyrma einstaklingi áður en hann slær til baka !!
Ég er búinn að fá meira en nóg af óréttlæti í minn garð!!
Ég hef persónulega ekki kafað djúpt í lífeyrissjóðapyttinn, en mínar upplýsingar koma frá heiðarlegum innanbúðamanni sem þrátt fyrir mikla elju og þrjósku hefur ekki fengið uppl um ALVÖRU bókhald/stöðu síns sjóðs þrátt fyrir margra ára tuð, nöldur og fyrirspurnir.
runar (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 16:39
Var ekki einhver að tala um fé án hirðis?
Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 22:16
Fréttin á RUV í síðustu viku, þar sem viðtal við einhverja sem reiknuðu það út að senn þrytu eignir lífeyrissjóðanna. Ávöxtun dygði ekki til að halda úti lögbundnu hlutverki sjóðanna. Hver var svo spuninn hjá RUV? Jú auðvitað, að skattleggja almenning svo hægt væri að reka lífeyrissjóðina. Af hverju hefur enginn sagt neitt við þessu? Væri ekki einfaldast að ráða þarna inn fólk sem nær því einfalda takmarki að ná 3,5% ávöxtun á ári? Þetta getur varla verið svona erfitt? 1,5% ávöxtun á ári að meðaltali er nú hægt að ná með því einfaldlega að leggja peningana inn á bankabók. Hvað er þetta fólk allt að gera inni í sjóðunum? Skrifa jólakort? Torga jólagjöfunum sem sjóðirnir gefa hverjum öðrum?
joi (IP-tala skráð) 26.12.2011 kl. 23:00
Einmitt, joi. Skattleggja almenning en síðan þarf að laða að menn eins og Björgólf Thor og því fá þeir skattaafslátt. Einhver hefði kallað þetta upptakt að nýju hruni.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.