Fimmtudagur, 22. desember 2011
Baugsgjafir í viðskiptum og stjórnmálum
Baugur stjórnaði Stoðum hf. sem gaf gjöf til Teymis hf á kostnað hluthafa Stoða. Teymi var Baugsfélag. Héraðsdómur dæmdi gjöfina ólögmæta.
Baugur fjármagnaði Samfylkinguna og faldi stuðninginn með mörgum kennitölum.
Hvenær kemur dómur um ólögmæti ríkisstjórnar sem Samfylkingin á hlut að?
Gjöf Stoða til Teymis rift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðan les maður um það,á Dv. að 13 miljarðar króna í reiðufé hafi horfið, út úr einu dótturfélaga Giftar ehf,(Eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga)og stór hluti þess fundist norður á Sauðárkróki, og þá búið að fara í gegnum efnahagsreikning dótturfélags Giftar ehf, Fell ehf kt.500407-0690,mér vitanlega hefur aldrei verið boðað til hluthafafundar hjá Gift, til að taka ákvörðun um að stofna dótturfélög, því æðsta vald í hlutafélagi, er hluthafafundur, og tryggjendur hjá Samvinnutryggingum hafa aldrei veri boðaðir á hluthafafund hjá Gift,og stofnun þessara dótturfélaga virðist vera ein alsherjar svikamilla,sem dómstólar hljóta að eiga eftir að fá inn á borð til sín.Og ef rétt reinist að kaupfélag Skagfyrðinga hafi fengið Gift til að kaupa af sér hlutabréf í Kaupþing fyrir miljarða ,rétt fyrir hrun,þá þarf að taka alla þessa keju til skoðunar.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 20:21
Hvað ætli gulldrengurinn Finnur Ingólfsson (Vilhjálmur Þorsteinsson) gjaldkeri Samfylkingarinnar segja um þetta..???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 20:38
Sælir. Í tilefni þessarar færslu og fyrri færslu þinnar: Össur einbeittur að Ísland tapi Icesave-málinu.
Aðilar þessarar ríkisstjórnar sem og Alþingis gerast enn og aftur sekir um að neita að horfast í augu við siðferðilegar staðreyndir.
Sem fær mig til þess að efast um að siðferði sé til yfir höfuð í Íslenskri pólitík.
Allavega, getur ráðherra eða þá ríkisstjórn, sem þáði miljónir í mútur frá Landsbankanum (Icesafe höfuðpaurunum) verið sannfærandi eða óhlutdræg í meðferð sinni um málið?. Og þá í málarekstri sem skifta sköpum fyrir land og þjóð?
Listin hér neðan er eingöngu frá K.B. og Landsb. Skilanefnd Glitnis, svaraði aldrei Ransóknarnefnd Alþingis. Auk þess eru styrkir þarna eingöngu 200.000 og meira. Fyrir einar kosningar.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir: Landsbanki 3.500.000 Alls 3.500.000.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: Kaupþing 1.500.000 Landsbanki 1.500.000 Alls 3.000.000.
Guðlaugur Þór Þórðarson: Kaupþing 1.000.000 Landsbanki 1.500.000 Alls 2.500.000.
Kristján Möller: Kaupþing 1.000.000 Landsbanki 500.000 Alls 1.500.000.
Össur Skarphéðinsson: Landsbanki 1.500.000 Alls 1.500.000.
Björgvin G. Sigurðsson: Kaupþing 100.000 Landsbanki 1.000.000 Alls 1.100.000.
Guðbjartur Hannesson: Landsbanki 1.000.000 Alls 1.000.000.
Helgi Hjörvar: Kaupþing 400.000 Landsbanki 400.000 Alls 800.000.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir: Kaupþing 250.000 Landsbanki 300.000 Alls 550.000.
Ragnheiður Elín Árnadóttir: Kaupþing 250.000 Landsbanki 300.000 Alls 550.000.
Árni Páll Árnason: Landsbanki 300.000 Alls 300.000.
Jóhanna Sigurðardóttir: Landsbanki 200.000 Alls 200.000.
Katrín Júlíusdóttir: Landsbanki 200.000 Alls 200.000.
Styrkir til Samfylkingarinnar 2007:
* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
Getur stjórnmálaflokkur sem á að mestum hluta sitt lifibrauð. Og á svo mikið undir fólkinu sem t.d. stofnaði Icesafe, og restinni af banksteronum.
Nokkurntíma réttlætt aðkomu sína að Icesafe samningum?
Er ekki rétt að fara að koma þessu liði frá og nýtt fólk inn sem hafði ekkert með banksterana að gera?
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 21:16
Að 13 miljarðar af reiðufé hafi horfið út úr einu dóttur félaga Giftar ehf. Mann setur hljóðan, ef rétt er kæru landsmenn.
Þá bara bið ég þann sem öllu ræður, að vaka yfir ykkur og veita styrk yfir jólin og nýárið.
Á sama tíma sem þúsundir fölskyldna þurfa að þiggja mataraðstoð fyrir þessi jól.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 21:40
Husgað og opinberað:"Ert það þú Jón minn forseti"? Styrkinn frá þér þigg ég með þökkum og bænirnar líka. >Vér mótmælum allir<
Helga Kristjánsdóttir, 23.12.2011 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.