Fimmtudagur, 22. desember 2011
Össur skarpi og gulrótin
Gulrót er notað um agn til að blekkja einhvern til athafnar sem er andstæð hagsmunum viðkomandi. Össur utanríkis segir ESB-gulrótina stærri og bragðbetri og viðurkennir þar með að standa fyrir blekkingum þegar hann reynir að nauðga Íslandi inn í Evrópusambandið.
Össur talar um að ,,hönnunargallar verða farnir af evrunni" þegar aðildarsamningur liggur fyrir vorið 2013, eftir hálft annað ár. Erlendis eru þeir fáir sem trúa að evran lifi af. En þeir sem á annað borð gera það stöðu sinnar vegna, t.d. Merkel kanslari, segja langan erfiðleikatíma framundan fyrir evruna.
Útlendingar sem tala við Össur um evruna finnst skemmtilegt að vitna í speki síkáta utanríkisráðherranns.
Atkvæði greidd eftir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Össur heldur að þjóð sín séu eins og hverjir aðrir ASNAR, þá á ég við þessa ferfættu skeppnu.
Hann heldur að hægt sé að dingla einhverri úr sér sprottinni ESB- Gulrót fyrir framan hana og þá hlaupi hún eins og asninn og beint til Brussel.
En Þjóðin þin er ekki asnar, Össur "Skarpi"
Auk þess vita allir sem eitthvert vit hafa á grænmetisrækt að allt of stórar gulrætur eins og þessi ESB gulrót hans eru úr sér sprottnar og trénaðar og með öllu óætar.
Ekki einu sinni nothæfar til grautargerðar.
Gunnlaugur I. (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 10:59
ég verð að viðurkenna að það er víst hluti af þjóð vorri sem eru í raun "asnar".
Það mun vera sá hluti sem er fylgjandi aðildarumsókn og inngöngu í þetta ESB apparat.
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 22.12.2011 kl. 12:15
Össur greinilega keyrði á þeirri kenningu spilltra og óhæfra stjórnmálamanna að "FÓLK ER FÍFL..!!" og frambjóðandi Samfylkingarinnar Þóra Kastljósspyrjandi dansaði eftir fölskum tón flautu Össa Skarpa eins og kópraslanga á sterkum deyfilyfjum.
Það er vandséð að Skarpi gangi á öllum miðað við sjálfshólsfroðuna sem vall frá honum.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.