Mánudagur, 19. desember 2011
Erlend fjárfesting þrátt fyrir gjaldeyrishöft
Danir kaupa Húsasmiðjuna og kínverski fjárfestirinn Nubo vill bara ekki hætta við að fjárfesta á Íslandi þótt ekki megi hann kaupa Grímsstaði á Fjöllum.
Samfylkingarpésar í stjórnmálum og háskólum reyndu að telja þjóðinni trú um að gjaldeyrishöft yrðu til þess að enginn útlendingur vildi koma með pening hingað. Og að við yrðum rekin úr EES-samstarfinu.
Reynslan sýnir að veruleikinn er nánast alltaf í andstöðu við pólitík Samfylkingar.
Engin breyting fyrir starfsfólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú hlýtur að vita að ríkisstjórnin er að bjóða öllum erlendum fjárfestum 15%+ afslátt af öllum fjárfestingum hér á landi.
Heldurðu að afslátturinn freisti ekki?
Vissirðu ekki af þessu?
Þetta gerist þannig að fyrir helming þess gjaldeyris sem fjárfest er fyrir má kaupa aflandskrónur. Aflandsgengið er nú ca 240 krónur fyrir evruna.
Í dæmi Húsasmiðjunnar er fjárfest fyrir 3,3 milljarða króna. Að öllu jöfnu myndi þetta kosta 20,6 milljónir evra. En samkvæmt fjárfestingaleiðinni þá gætu Danirnir sloppið með að borga 16,5 milljónir evra. Þetta er hagnaður fyrir þá upp á 4,1 milljón evrur, ca 25%!!
Þeir kaupa evrur á álandsgengi(opinbera genginu fyrri 8,25 milljónir evra og fá 1,32 milljarða og evrur á aflandsgenginu og fá 1,98 milljarða. Samtals 3,3 milljarðar króna. Meðalgengi evrunnar í þessum viðskiptum eru ca 200 krónur.
En hér miða ég við að aflandsgengið í viðskiptunum sé 240. En ef það er 210 eins og í útboði Seðlabankans í vor þá verður bæði afslátturinn og hagnaðurinn minni.
Lúðvík Júlíusson, 19.12.2011 kl. 16:32
Varla ertu stoltur af þessu Lúðvík?
Annars vel í anda samfylkingar.
Ef þú átt nógu mikla peninga, já, þá titrar hjartað í samfylkingarfólki.
Annað en launaþrælarnir sem mega borga okurskatta á aukavinnu, að ekki sé nú talað um annað og fleira sem kostar venjulega fólkið að vera til.
jonasgeir (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 16:37
Jón, nei ég er ekki stoltur af þessu og hef barist gegn þessu.. en það er eins og að berjast gegn vindmillum því flest allir styðja þetta, meira að segja VG og Hreyfingin.... og Sjálfstæðismenn þó svo að þeir aðhyllist frelsi og markaðslausnir.
Lúðvík Júlíusson, 19.12.2011 kl. 16:42
Sæll.
Gjaldeyrishöftin eru gott dæmi um slæm ríkisafskipti, þau koma í veg fyrir að útflutningsfyrirtæki stækki og auki við sig í mannskap. Nú hafa stjórnarliðar haft drjúga stund til að gera eitthvað í málunum en ekkert gerist frekar en á öðrum vígstöðvum. Af hverju eru engin fjöldamótmæli núna gegn þessum dáðleysingjum?
Helgi (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 18:27
Gott hjá þér Lúðvík.
Annars eru svona reglur lýsandi fyrir Samfylkingarlið.
Ef þú hefur nógu marga lögfræðinga í vinnu við að skoða hvernig megi nota reglurnar þeirra kratanna, og svo auðvitað nógu mikla peninga, ..já, þá er afsláttur í boði.
jonasgeir (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.