Sunnudagur, 18. desember 2011
Jóhönnustjórnin verður að víkja í Icesave-dómsmáli
Pólitískir hagsmunir Samfylkingar og Vinstri grænna er að Ísland tapi Icesave-málinu fyrir EFTA-dómstólnum. Af því leiðir mun ríkisstjórnin ekki grípa til ítrustu varna fyrir Ísland.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er vanhæf í Icesave-málinu vegna þess að að tvígang gekk hún í berhögg við þjóðarviljann eins og hann birtist í niðurstöðu þjóðaratkvæðis.
Forsætisráðherra verður að skila umboði sínu til forseta lýðveldisins og ný ríkisstjórn að taka til varna fyrir Ísland.
Ítreka kröfu um fund í utanríkismálanefnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þau hljóta að munstra þá Svavar og Indriða til að haska þessum leiðindum af.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 22:48
Við Landar erum tvívegis búinir að hafna gerðum núverandi ríkisstjórnar þessu máli, þannig að það er ófært að hún hafi með höndum varnir okkar í þessu sama máli, og gildir þá einu hvort sá heitir Össur, Steingrímur, Jóhanna eða Árni Páll.
Við landar hljótum því að eiga rétt til að velja okkur varnar aðila.
Hrólfur Þ Hraundal, 18.12.2011 kl. 23:12
Það hefur engin íslensk ríkisstjórn hagsmuni af því að landið verði gert gjaldþrota.
Gestur Páll (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 23:14
Nú... var það ekki íslensk ríkisstjórn sem skrifaði upp á Icesave I - II og III..??
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 23:48
Vanhæfið er rétt hjá Páli. Lögmaður verður vanhæfur, ef málefni tveggja skjólstæðinga hans rekast á í sama máli. Krafa þjóðarinnar var, að hún þyrfti ekki að ábyrgjast Icesave. Krafa ríkisstjórnarinnar og skósveina hennar í Sjálfstæðisflokknum var, að þjóðin ábyrgðist samt Icesave. Það rekst á. Þá er spurningin, hvort yfirleitt samræmist inntakinu í siðareglum lögmanna að taka að sér málsvörn fyrir Ísland (þótt formlega séð væri hægt að hengja hatt sinn á, að þjóðin sem slík sé ekki umbjóðandi). Þetta er ekki bara hugarleikfimi. Margir hátt settir menn komu að gerð fyrri samninga eða lýstu jákvæðri skoðun sinni á þeim. Ef Ísland vinnur málið, væri það þeim álitshnekkir, neikvætt fyrir þau störf þeirra og dómgreind. Ef Ísland tapar, mætti hins vegar líta á það sem allmikla staðfestingu á því, að þeir hafi starfað vel og sýnt góða dómgreind, haft rétt fyrir sér allan tímann. Þess vegna getur þjóðin ekki treyst því fólki til að bera ábyrgð á málsvörn sinni, sem kom að fyrri samningum eða talaði fyrir þeim. Það er algerlega nauðsynlegt, að andstæðingar Icesave samninga ráði ferðinni og ekkert sé gert í blóra við þá.
Sigurður (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 23:57
Þjóðin verður að losna við þráhyggju-hugarfóstrið Icesave út úr umræðunni, og inn í einhversskonar réttarkerfi.
Það er ekki svo einfalt í framkvæmd, að losa sig við enn eina villuráfandi ríkisstjórnarforystu, til þess eins að ráða aðra villuráfandi ríkisstjórn í starfið. Vandamálið er rótgróið í áratuga spillingu í íslenskri stjórnsýslu.
Fólk verður einfaldlega að horfast í augu við þá staðreynd, að stjórnsýslan á Íslandi er stóri vandinn, en ekki valdalausar ríkisstjórnir siðspilltrar stjórnsýslu.
Við erum með nógu margt fólk á eilífðar ríkisstjórnar-eftirlaunalista, og efnahagurinn leyfir ekki að allir Íslendingar fari á endanum á einhversskonar eftirlauna-bónusa, eftir að sitja í ríkisstjórn sem engu ræður.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.12.2011 kl. 23:58
Eins sjúklegt og það nú hljómar vilja Jóhanna og Steingrímur og hitt ICESAVE-liðið örugglega að við töpum málinu. Pólitískir hagsmunir þeirra eru að þau haldi sig ekki gera sig að fíflum þó það sé yfir 2 árum of seint. Ríkissjóður og þjóðin, hvað er nú það?? Þau börðust ekki fyrir kúgunarsamningi gegn ríkissjóði og þjóðinni þar til þau voru blá í framan, fyrir ekkert.
Elle_, 19.12.2011 kl. 00:44
Tek undir um algera vanhæfni ríkistjórnarinnar til að taka til varna í Icesave. Þeim er svo sannarlega akkur og mikill vilji í að við töpum málinu. Það yrði talið til ígildi brautargengis að að segja okkur til sveitar í ESB og færa þeim auðlindir hafsins á silfurfati. Öfugmælin eru svo gengdarlaus, nú þegar er Jóhanna farin að klifa á að vörnum okkar verði beitt með mikilli festu, en ekki hvað?
Jóhann þorir ekki annað því eitt óttast hún það er landsdómur yfir sjálfri sér - allar hennar gjörðir eru sjálfmiðaðar. Þess vegna titrar hún af ótta og vill breyta landsdóms lögunum sín vegna.
Anna Björg Hjartardóttir, 19.12.2011 kl. 12:20
ég skora á jóhönnustjórnina að skipa nú þegar alla helstu lögmenn Indefence hópsins og fleiri icesave andstæðinga sem verjendur í icesave-málinu.
páll er ekki öruggt að þeir vilja allir mjög ákaft taka við starfinu? tékkaðu á því.
fridrik indridason (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 13:53
InDefence-menn vildu semja þó og persónulega vil ég þá ekki. Maður semur ekki um kúgun og lögleysu.
Elle_, 19.12.2011 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.