Föstudagur, 16. desember 2011
Krugman: evran drepur ESB
Evran drepur Evrópusambandið, segir Paul Krugman Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og dálkahöfundur í pistli í New York Times. Fullveðja kreppa skellur á löndum evru-svæðisins og þau eru bjargarlaus þar sem efnahagslegt forræði er í höndum Evrópusambandins sem aftur er lömuð stjórnsýsla og gerir alltof lítið alltof seint.
Krugman óttast að í skugga skuldakreppunnar brjótist fram einræðistilburðir einstakra ríkja og nefnir Ungverjaland sem dæmi.
Krugman nefnir ekki að ónefnd stjórnvöld í ónefndu ríki eru svo tröllheimsk að sækjast eftir aðild að ónýtu Evrópusambandi. Ástæðan er augljós: enginn myndi trúa pistlahöfundinum - jafnvel þótt hann sé Nóbelsverðlaunahafi.
Lánshæfiseinkunn Belgíu lækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er ekki vandamálið núna að evruríkin eru orðin stjórnarlaus, þ.e. að ESB hefur ekki lengur heimild til þess að skipta sér af þeim eftir síðasta útspil Merkel og Sarkozy?
Kolbrún Hilmars, 16.12.2011 kl. 23:37
Hér skrifar Páll Vilhjálmsson lygar og þess vegna eru þær ekki svarar verðar !
Hvernig væri að fá eina jákvæða frétt og eitthvað sem er satt !!!
JR (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 00:57
Páll hefur allvel eftir inntakið í pistli Krugmans, reyndar ekki innan gæsalappa en hins vegar með krækju á frumheimildina. Þú ert alveg úti að aka, JR, að væna Pál um lygi. Gerðu skoðunum þínum þann greiða að opna ekki munninn nema á matmálstímum og halda fingrunum frá lyklaborðinu :)
Sigurður (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 01:52
Já,og lesa pistil Krugman,s JR. Það er auðvitað hábölvað að trúa á núverandi ráðamenn þessa lands.
Helga Kristjánsdóttir, 17.12.2011 kl. 02:07
Vissulega væri gaman að heyra jákvæðar fréttir af ESB og evrunni, JR. Þú gætir kannski bent á einhvern erlendann fjölmiðil sem slíkar fréttir færir?
Gunnar Heiðarsson, 17.12.2011 kl. 06:54
Guði sé lof fyrir evruna... sem meirihluti íbúa sem þurfa að notast við hana sögðu í könnun á vegum ESB vel fyrir hrunið að væri að hinu illa fyrir þá og land þeirra og þjóð og þau hefði verið mun betur sett með fyrri mynt.
En sófahagfræðingar þjóðarinnar vita mun betur eins og þegar þeir fögnuðu frábæru gengi íslenskra bankaglæpagengja og auðrónanna fyrir hrun, og sömu mannvitsbrekkur berkast fyrir einangrunarvist í ESB og evruræksninu undir forystu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, flokksins hans Samfylkingarinnar og fjölmiðlum þeirra Baugsmiðlunum.
JR... Hentu lyklaborðinu... sem jólagjöf til þín og þinna nánustu.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 13:06
Aumingja vesalings ESB- aftaníossinn "JR" hann engist hér um af kvölum og pirringi, af því að Páll Vilhjálmssson vitnar í grein eftir nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman og getur þar fullra heimilda í grein Nóbelsverðlaunahafans heimskunna. Þar sem fram kemur að hann spáir EVRUNNI og ESB bráðum en kvalafullum dauðdaga, sökum innbyggrða galla og getuleysis, þessa vonlausa stjórnsýsluapparats.
Enginn veit hinns vegar hver þessi nafnlausi felumaður "JR" er, sem er nú varla skrifandi á íslensku og getur sjaldnast komið einni einustu setningu á íslensku máli frá sér óbogaðri.
Sakar hér án nokkurra rakaPál Vilhjálmsson um að fara með;
"Lygar og þess vegana ekki svarar verðar"
Algerlega án frekari rökstuðnings eða andsvara.
Síðan biður hann dauðuppgefinn um að; "Fá eina jákvæða frétt og eitthvað sem sé satt"
Er hann að meina að fá eina jákvæða frétt af ESB og Evrunni, þá held ég nú að það sé til allt of mikils mælst.
En að fá sannar og réttar fréttir um vonleysi og getuleysi ESB og Evrunar, þá er hann jú sífellt að fá þær.
En það er greinilega alveg að buga hann og verða honum um megn og hans ESB sinnaða hjarta.
Mikið geta þessir sönnu ESB aftaníossar annrs orðið brjóstumkennanlegir nú um stundir !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.