ESB-sinnar í pilsfaldi Steingríms J.

Svo aumlega er komið fyrir málstað ESB-sinna á Íslandi að þeir hanga í pilsfaldi formanns stjórnmálaflokks sem er yfirlýstur andstæðingur aðildar og hvers flokkur er harður gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Evrópusamtökin og Samfylkingar-Eyjan er gráti næst af hamingju yfir því að Steingrímur J. Sigfússon vill ekki slíta ríkisstjórnarsamstarfi með því að afturkalla umsóknina. 

Síðasta vörn ESB-sinna, ,,klárum ferlið," stendur og fellur með formanni Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að Steingrímur vill ganga í Evrópusambandið. Það sést t.d. á ummælum um Evruna og að menn þurfi ekki endilega að taka hana upp. Sé ekki betur og líklega hefur hann altaf viljað þetta og hefur því leikið tveim skjöldum í allar áttir.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 14:20

2 identicon

Athyglisvert að sjá hvernig Steingrímur bregst við þeirri ákvörðun ESA að höfða mál vegna Icesave

 Á dv.is segir:

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir þetta ekki koma á óvart, þar sem samningar hafi mistekist að þá hlytu Hollendingar og Bretar að taka til varna.

Takið eftir orðalaginu - "taka til varna".

Nú á að setja öll efnahagsmál þjóðarinnar undir þennan vesaling.

Hversu langt er Samfylkingin tilbúin til að ganga í valdasýki sinni og þjónkun við galinn og stjórnlausan  forsætisráðherra? 

Karl (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 14:56

3 identicon

Steingrímur er einfaldega að fara eftir sjórnarsáttmálanum og vilja meirihluta þjóðarinnar.

Hvað er aftur að því að treysta þjóðinni fyrir ESB kosningu? Tók hún ekki hárréta ákvörðun í Icesave kosningunum?

Menn þurfa að vera samkvæmir sjálfum sér öllum málflutningi.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 18:04

4 Smámynd: Elle_

Steingrímur er ekki að fara eftir ´vilja meirihluta þjóðarinnar´.  Steingrímur er þrællyginn.  Skítt með hinn svokallaða ´stjórnarsáttmála´.

Elle_, 14.12.2011 kl. 18:12

5 identicon

Einmitt málið Jón Sigurðsson.

Það þarf að kjósa um þetta eymdarinnar aðlögunarferli inn í ESB.

Hefur það verið gert?

Nei.

...Og svo fyrir kjánana sem vilja vita hvað gæti verið í pakkanum, að þá á bara að koma hreint fram með hvaða slikkerí gæti verið í honum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 18:45

6 identicon

He he he .... "VILJA ÞJÓÐARINNAR" ....  er þetta Þistifjarðarundrið sjálft nýskriðinn upp úr fjóshaugnum sem lætur lítið ljós blakta ... ???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 19:09

7 identicon

Gagnlegar upplýsingar fyrir talsmenn Baugsfylkingarinnar, stjórnvalda og ESB - einangrunarsinna eins og "Jón Sigurðsson" hér að ofan þegar sannleikurinn á ekki samleið með þeim á bloggsíðum frekar en fyrri daginn.:

Meirihluti Íslendinga vill ekki sækja um inngöngu í ESB

12. apr 2009

Meirihluti Íslendinga er sem fyrr andvígur því að sótt verði um inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir Fréttablaðið og Stöð 2 sem birt var í gær. 54,4% eru nú andvíg því að hafnar verði viðræður við sambandið um inngöngu en 45,6% styðja að það skref verði tekið. Andstaðan við inngöngu hefur lítillega aukist síðan í febrúar og stuðningurinn að sama skapi dregist saman.

Heimild:
Könnun: Meirihluti landsmanna andvígur umsókn um aðild að Evrópusambandinu (Eyjan.is 11/04/09)


.............

76,3 % vilja þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að ESB

10. jún 2009

Þrír af hverjum fjórum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup. Aðeins tæp 18 prósent leggja litla áherslu á þjóðaratkvæði um aðildarumsókn.

Spurningin var svohljóðandi: Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?

Alls svöruðu 76,3 prósent að mjög miklu eða frekar miklu máli skipti að spyrja þjóðina álits
, þar af sögðu rúm 60 prósent að það skipti mjög miklu máli. Ein 5,8 prósent svöruðu hvorki né en 17, 8 prósent taldi það skipta frekar litlu eða mjög litlu máli að fara í þjóðaratkvæði um hvort Ísland ætti að sækja um aðild.

Könnunin var unnin fyrir Heimssýn, samtök sjálfsstæðissinna, dagana 28. maí til 4. júní. Úrtakið var 1264 og svarhlutfall 62,3 prósent.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband