Steingrímur J. og vinstri grænu svikin

Formaður Vinstri grænna gekk ljúgandi til síðustu þingkosninga. Yfirlýst stefna flokksins var og er að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Samt sem áður batt Steingrímur J. það fastmælum við forystu Samfylkingarinnar að ríkisstjórn þessara tveggja flokka skyldi sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Enginn heilvita ríkisstjórn sækir um aðild að Evrópusambandinu nema að ígrunduðu mál og yfirlýstum þjóðarvilja til aðildar. Yfirvegað hagsmunamat liggur til grundvallar umsóknum þjóða um aðild að Evrópusambandinu sem og breiður þjóðfélagslegur stuðningur.

Hér á landi var umsókn hent til Brussel vegna sviksemi Vinstri grænna annars vegar og hins vegar pólitísku ofbeldi Samfylkingarinnar. Steingrímur J. kallar eftir ,,efnislegri niðurstöðu" eins og að sú niðurstaða geti verið önnur en tilboð um að ganga í Evrópusambandið. 

Vinstri grænir hafa líkt og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komist að ,,efnislegri niðurstöðu" um Evrópumál: hagsmunum Íslands er betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. 

Steingrímur J. mun halda áfram að reyna að ljúga sig frá svikum við yfirlýsta stefnu Vinstri grænna. Næsta kjördag mun lygin hitta hann í andlitið þegar formaður Vinstri grænna verður spurður hvaða stefnumál flokksins ætlunin sé að svíkja strax eftir kosningar.


mbl.is Ekki sjálfgefið að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður! – Og STAKSTEINAR dagsins, um sama Steingrím og ekki alveg það sama ESB, eru frábærir.

Jón Valur Jensson, 14.12.2011 kl. 07:35

2 identicon

Það er ekki sannleiksandinn sem höktir í nösunum á Steingrími.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 07:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er félegt lið, Jóhanna lýgur í beinni útsendingu um landsflóttann reyndar var það rekið ofan í hana af manni sem vissi betur.   Ég tek undir þær kröfur sem verða sífellt háværari að þessi auma ríkisstjórn fari frá hið fyrsta. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.12.2011 kl. 08:48

4 identicon

Þau fá náttúrulega plús fyrir hugkvæmni. Skattaafsláttur fyrir Björgólf Thor og aukaskattur á aðra er bara gargandi snilld. Svo baula þau bara á þá sem fara.

http://blogg.smugan.is/bvg/2011/11/19/rika-folkid-flytur-ur-landi/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 09:29

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jóhanna laug því líka í gær, að hér væri mestur hagvöxtur í heimi. Hann er þó um 3% meiri í Rússlandi og annað eins eða meira í Kína. Hún lét þess ekki getið, að aukni hagvöxturinn kemur fyrst og fremst af þeim auknu veiðiheimildum á makríl, sem Jón Bjarnason ákvað.

En kannski var hún ekki að ljúga. Kannski veit hún bara heint ekki neitt um þessi mál, sem hún tjáir sig um, eða svona álíka mikið og um fæðingarfjörð Jóns Sigurðssonar.

Jón Valur Jensson, 14.12.2011 kl. 12:10

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hagvöxtur hér um 4 eða 4,2% (fyrstu þrjá ársfjórðunga, held ég), en í Rússlandi 7% eða rúmlega það (svo að enginn misskilji orð mín sem svo, að hnífjafnt sé milli okkar og Rússa).

Jón Valur Jensson, 14.12.2011 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband