Miðvikudagur, 14. desember 2011
Heilög Vantrú
Vantrú er félagsskapur sem gagnrýnir trú almennt og íslensku þjóðkirkjuna sérstaklega. Vantrú beitir venjubundnum aðferðum í málatilbúnaði þar sem orðræða kirkjunnar er fóður fyrir umræðuna sem getur verið yfirveguð og rökleg en líka ofsafengin og knúin áfram af heitri sannfæringu fyrir málstaðnum.
Vantrú starfar í skjóli málfrelsis og sækir réttlætingu sína í vestrænar hugmyndir um réttinn til að efast og gagnrýna skapaða og óskapaða hluti.
Þegar Vantrú sjálf er tekin til athugunar á sömu forsendum bregðast talsmenn félagsins við með því að kvarta til siðanefndar Háskóla Íslands. Vantrú vill sjálf ákveða hvernig félagið er skoðað og gagnrýnt.
Vantrú beitir fyrir sér sömu rökum og sum sértrúarfélög sem telja guðlast að ræða sína trú nema á forsendum trúfélagsins. Íslenska þjóðkirkjan er löngu vaxin upp úr slíkum barnaskap.
Málið snúist um útúrsnúninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi atgangur í vantrúarköltinu minna mjög á lætin í ofstatrúarfólki þegar það eru gagnrýnt. Þá kvartar það um ofsóknir á hendur sér, sama fólkið og gerir ekkert annað en að ofsækja aðra fyrir þeirra skoðanir. Alltaf sama góða dæmið um að brjálast yfir flísinni hjá öðrum en sjá ekki bjálkann í eigin auga.
Loðir líka við marga í íslenskum stjórnmálum og stjórnmálaumræðu.
Valgeir (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 07:48
Þetta mál snýst ekki um akademískt frelsi. Við í Vantrú erum "all for it". Málið snýst um akademíska ábyrgð, enda fylgir ábyrgð öllu frelsi. Glærur Bjarna Randvers, sem endalaust eru gerðar að aukaatriði í þessum fjölmiðlastormi, eru þess eðlis að óhjákvæmilegt var að kvarta yfir þeim.
Bjarni Randver og flokkur háskólamanna sem hópaðist kringum hann þyrlaði svo upp slíku moldviðri að siðanefnd fékk aldrei tækifæri til að fjalla efnislega um málið. Ef ekkert er að glærum Bjarna, hví er hann þá svo hræddur við niðurstöðu siðanefndar?
Í glærunum erum við rægð, í eftirmálum kvörtunarinnar erum við rægð, trúnaðargögnum er stolið af spjalli okkar og dreift og loks erum við sökuð um einelti og heilagt stríð, án þess að nokkuð slíkt hafi verið í spilunum.
Þegar málið var komið í óleysanlegan hnút drógum við erindi okkar til baka. En áfram var haldið að rægja okkur og nú í fjölmiðlum. Þar voru þjófstolnu gögnin notuð gegn okkur áfram á eins óheiðarlegan og villandi hátt sem hugsast getur.
Og svo erum við vondu gaurarnir?
Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 08:23
Birgir segir hér að framan: "Í glærunum erum við rægð." Margir háskólamenn segjast hafa farið yfir það og ekki fundið þessu stað. Nú spyr ég Birgi: Nákvæmlega hvernig voruð þið rægð? Með hvaða orðum?
Svo segir Birgir: "Trúnaðargögnum var stolið." Þið gerðuð mál Bjarna Randvers opinbert með kæru. Af hverju þá trúnaður? Með hvaða orðum var beðið um trúnað og hverjir gerðu það? Af hverju geta Vantrúarmenn ekki bara sýnt þá karlmennsku að standa við orð sín og rökstyðja þau eða, ef þau eru óviðeigandi, að draga þau til baka?
Margt fleira hér að framan kallar á spurningar, því að Birgir lætur aðallega í ljósi niðurstöður sínar, frekar en nákvæmar forsendur þeirra. En ég vil ekki níðast á gestrisni Páls með of löngu máli.
Sigurður (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 12:23
Sigurður, um umkvörtun Vantrúar er hægt að lesa hér, hér er samantekt.
Trúnaðargögnin sem um er rætt voru samtöl félagsmanna í Vantrú á innri vef félagsins. Sambærilegt væri að Vantrú hefði komist yfir t.d. lokaðan póstlista, tölvupósta Bjarna Randvers eða upptökur af samtölum hans og lögfræðinga hans. Það sem fram fer á innri vef Vantrúar er einungis ætlað félagsmönnum og þar er margt sagt í trúnaði.
Matthías Ásgeirsson, 14.12.2011 kl. 13:39
Ofsatrú sýnist mér vera svipuð vantrú sumra. Og hef oft lesið leiðindi sem gætu kannski kallast persónuárásir gegn Baldri Kristjánssyni, presti, frá ofanverðum Matthíasi.
Elle_, 14.12.2011 kl. 14:29
Hefurðu lesið leiðindi sem gætu kallast persónuárásir gegn mér, frá Baldri Kristjánssyni? Það hef ég.
Matthías Ásgeirsson, 14.12.2011 kl. 15:02
NEI. Var hann ekki að svara perónuárásum eftir að hann hafði fengið nóg af að hjólað væri í hann persónulega fy?
Elle_, 14.12.2011 kl. 15:09
- - - hjólað væri í hann persónulega fyrir það eitt að vera sóknarprestur?
Elle_, 14.12.2011 kl. 15:09
Takk fyrir krækjur, Birgir. Mikið efni, margar greinar, ótal komment. Ég reyndi að finna hjá ykkur, hvaða orð í glærum Bjarna Randvers væru að ykkar mati rógur. Það er jú aðalatriðið. Á þessu er djúpt, og hljóp ég þó yfir talsvert efni. Ekki er hægt að taka undir með ykkur, fyrr en orðin finnast og nógu skýrar röksemdir varðandi þau.
Sigurður (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 18:39
Það kemur ágætlega fram í athugasemdum okkar við glærurnar.
Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 23:00
Allt þetta mál er tilkomið vegna löngunar Vantrúar til að koma höggi á Bjarna Randver og guðfræðideild Háskólans. Vantrú, undir forystu Matthíasar Ásgeirssonar, Reynis Harðarsonar og fleiri, kokkaði kæruna upp til að kasta rýrð á starfsheiður Bjarna og næra um leið hungur Vantrúarfólks í að eyðileggja sem allra mest af orðspori guðfræðideildar.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 23:53
Nemandi kvaddi mig með virktum, hann var nemandi í guðfræðideild,ég hafði setið yfir í prófum hjá honum í 3ár. Hitti hann síðan út við bíl,þar sagði hann Bjarna aldrei hafa látið neikvæð orð falla um Vantrú,eða nein önnur trúarbrögð,sótti hann nær alla tíma hjá honum.
Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2011 kl. 03:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.