Evran klauf Evrópusambandið

Bretar ákváðu á síðustu öld að vera ekki með í evru-samstarfi meginlandsþjóðanna. Drög að klofningi Evrópusambandsins voru þar með lögð. Sameiginlegt mynt þýðir sameiginlegt ríkisvald. Pólitískur veruleiki á meginlandinu er aftur sá að sameiginlegt ríkisvald er ekki í sjónmáli.

Náttúrulegir bandamenn Þjóðverja í efnahagslegu og menningarlegu samhengi eru Bretar og Norðurlandaþjóðirnar. Þegar það rennur upp fyrir þýskum almenningi að Suður-Evrópuríki verði kjarninn í evru-samstarfinu um alla framtíð munu þeir koma sér út úr evrulandi.

Líklegst er þó að markaðsöflin gangi af evru-samstarfinu dauðu og taki þar með ómakið af Þjóðverjum.


mbl.is Hætta á að ESB klofni í tvennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar evran var tekin í gagnið, var nauðsynlegt ferli ekki klárað, vegna þess að þær aðgerðir höfðu í för með sér mikla MIÐSTÝRINGU.  Endanlegt markmið ESB er að koma á hinu svokallaða "þúsund ára ríki" sem var Hitler svo hugleikið, með öðrum orðum "Evrópa eitt ríki".  Menn voru ekki tilbúnir til þess að viðurkenna að það væri markmiðið þá en nú er komið að ögurstundu og því þarf ESB að sýna sitt "rétta" andlit núna.  Eru INNLIMUNARSINNAR enn jafn ákafir??????????????

Jóhann Elíasson, 13.12.2011 kl. 13:14

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Svei mér þá Jóhannes,ég ympraði á svipaðri kenningu í dag,við samstarfsfólk og bætti við að mér þætti liggja alvöru átök í loftinu. Hver getur með rökum bent á eðlilega skynsemi í því,að stórveldi sækist eftir fullveldi,lítils og gjöfuls lands,með stór fengsæl fiskimið. Heyrði sagt í dag eftir mikilsmetnum Skota,að Esb. væri byrjað að dúka upp hlaðborð fyrir Spán. Í þeirra hlut kemur slorið á Íslandsmiðum,sem er ekkert slor.  Hvað segja aðildarsinnar við heiftinni út í Breta,þeir (aðildarsinnar) hafa löngum hæðst að ,,mikillæti,, okkar yfir landi og þjóð og gert lítið úr.   En gengjum við í Esb.yrðum við svo merkileg,svo stór að við munum nánast stjórna og fá allar þær undanþágur sem við óskum. Höfum við séð eitthvert umburðarlindi gagnvart  Stór-Bretlandi. Komum okkur burtú frá þeim sem fyrst. 

Helga Kristjánsdóttir, 13.12.2011 kl. 22:47

3 identicon

Þið sérfræðingar ein spurning.

Hvernig sjáið þið fyrir ykkur bestu útkomu fyrir þessar 5 til 600 milljónir manna sem búa á þessum skaga sem hefur þó komist einna leingst í því sem kalla mætti menningu?

Með því að vera með mörg smáríki hvert og eitt fullvalda með sína eigin mynt osfrv eða að reyna að finna einhvern flöt á samvinnu þeirra?

Agust (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 23:01

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Meinig góð;   Sækjist eftir,þrátt fyrir að vita að hér er meir en 60% sndstaða,rengið þið aðildarsinnar það,þá hermum við upp á ykkur þjóðaratkvæðagreiðslu,já þá sem ykkur bar skylda til að framfylgja,áður en til umsóknar kom. NÚNA.

Helga Kristjánsdóttir, 13.12.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband