Mánudagur, 12. desember 2011
Össur með Ísland í biðröð eftir eymd
Samfylkingarhluti ríkisvaldsins er með Ísland í biðröð eftir eymdarvist í Evrópusambandinu. Bretland sagði nei takk við fullveldisframsali til Brussel sem krafist er til að ná tökum á skuldakreppu evrulandanna.
Í Evrópusambandinu er meira atvinnuleysi en á Íslandi og lífskjör þar eru verri en hér á landi - sem sést best á því að Ísland verður nettó-greiðandi til Evópusambandsins.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra berst fyrir hagsmunum elítunnar á Íslandi sem fær betri atvinnumöguleika við inngöngu í Evrópusambandið. Fyrir alla aðra Íslendinga bíður eymdin ein í dyragættinni í Brussel.
Skref áfram í viðræðum við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú er löngu komið að því að þau standi við skyldur sínar og upplýsi um samningsmarkmiðin. Hvaða afslætti ætla þau að krefja ESB um? Hvar draga þau línuna? Af hverju er þetta enn galopið?
Þessi umsókn er ólögleg og umboðslaus á meðan ekki er upplýst um þetta. Hvað munu þeir setja sem skilyrði í sjávarútvegi? Munu samningar falla ef það næst ekki fram? Hvað um sjálfræði í skatta og fjármálum? Einhver markmið sem rjúfa umsóknina ef ekki nást? Engin prinsipp um framsal auðlinda eða fullveldisþátta?
Af hverju láta menn sér þessa leynd lynda? Af hverju fær þingið ekki að koma að samningu þessara markmiða? Eru þau einhver yfirleytt? Á kannski bara að taka því sem að er rétt?
Það er verið að fremja hér glæp og ég heimta að stjórnarandstaðan dragi nú hausinn út úr púströrinu og verji lög og rétt í þessu landi. Samningsmarkmiðin nú eða stoppa þetta.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2011 kl. 20:05
- STOPPA - þetta : Það er ekki þjóðinni boðlegt að sitja uppi með þetta sorp í stjórnarráðinu - !
Benedikta E, 12.12.2011 kl. 21:11
Ræða Össurar sem sýnd var í fréttatímanum í kvöld var slík að maður trúði vart eigin eyrum - umbúðalaust fullyrti hann að nú væri spennandi framundan því komið væri að því að ná í gegn samþykki fyrir "framsali" á fiskimiðum okkar og þá muni mikið reyna á lævísi og lygafléttur ESB sem þeir væru svo frægir fyrir að finna upp!!!!!!!!. Össur notaði reyndar örlítið annað blæbrigði í orðalag sitt. Við vitum svosem hverslags mann hann hefur að geyma, hann verður ekki talaður til betri verka.
En stjórnarandstaðan mætti fá orð í eyra frá Kolbeini Kafteini úr Tinnabókunum, þau bara verða að taka sig saman í andlitinu, já, draga hausinn úr púströrinu og standa í lappirnar annars eru þau engu betri en ríkistjórnin. Þögn þeirra eða smá gjamm breytir engu um að það er verið að keyra á fullt inn í ESB.
Skil ekki þetta langlundargeð - er í öngum mínum að sjá ríkistjórnina skipuleggja eymd og fátækt yfir okkur - og engin gerir neitt. STJÓRNARANDSTAÐAN VERÐUR AÐ STANDA VÖRÐ UM LÖG OG RÉTT.
Sólbjörg, 12.12.2011 kl. 21:26
Sjá svo þann óhroða að lög landsins eru brotin með mútugreiðslum þessa stórveldis.
Gunnlaugur I., 12.12.2011 kl. 21:54
Eru þessi mögru ár sem við höfum upplifað mörg hver þá EB að kenna? Er kjaraskerðing liðinna ára EB að kenna. mér finnst að þið ættuð að allavega að kíkja í pakkann áður en þið hafnið honum,
Agust (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 22:04
Það eru engin jól hjá ESB, svo hvaða pakka ættum við að fá frá þeim? Kannski sprengju?
Ekki langar mig að kíkja í þann pakka!!!
Rúnar Már Bragason (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 22:08
Dugleysi stjórnarandstöðunnar er algert eins og Jón Steinar bendir á. Í raun híma þau undir veggjum á alþingi, hafa það notalegt á meðan þau bíða eftir næstu kosningum - því þau búast við að komast í stjórnarmeirihluta. Skoðannakannanir eru svo hagstæðar það er bara að bíða, fara í jólafrí, bíða og svo sumarfrí, alveg þangað til þau verða kosin. En með þessu áframhaldi verður það ekki þannig. Við kjósendur sættum okkur ekki við gagnslausa stjórnarandstöðu þegar á reynir. Við munum ekki verðlauna þau fyrir ekki neitt!! Þvert á móti munum við refsa þeim fyrir að gera ekki allt til að umsóknin um ESB aðild verði dregin til baka. Annars mun reiði fólks verða það mikil að fáir geta hugsað sér að gefa atkvæði sitt til þeirra sem brugðust kjósendum á ögurstundu. Það verður örugglega einhver alvöruframboð þegar nær dregur kosningum. Enn er tækifæri fyrir stjórnarandstöðuna.
Sólbjörg, 12.12.2011 kl. 22:20
Hvenær ætlar þessari pakkaþráhyggju að linna ? ESB er ekki jólasveinaland.
Sólbjörg, 12.12.2011 kl. 22:24
Meirihluti Íslendinga vilja klára ferlið.
Sleggjan og Hvellurinn, 12.12.2011 kl. 23:11
Meirihlutinn vill fá að kjósa og það sem fyrst til að stoppa ferlið. Það er niðurstaða þessarar mjög svo skringilegu skoðanakönnunar. Þeir sem vilja stoppa þetta nú vilja hætta að sóa peningum og tíma í glatað mál og láta erlent vald hringla með stjórnsýslu og lög í landinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2011 kl. 00:03
Bretland sagði NEI við frekara fullveldisafsali. Þeim fannst nóg komið fyrir.
Elle_, 13.12.2011 kl. 01:16
Og önnur sambandsríki en Bretland stóðu upp. Þegar gömlum nýlenduveldum er nóg boðið hlýtur það að vera SLÆMT.
Elle_, 13.12.2011 kl. 01:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.