ASÍ er besti vinur fjármagnseigenda

Fjármagnseigendur í Grikklandi og víðar í gjaldþrota ríkjum Suður-Evrópu taka út evrurnar sínar og setja í örugga geymslu í Sviss, Bretlandi eða Noregi eða Svíþjóð. Launþegar aftur á móti taka á sig kjaraskerðingar þar sem kauptaxtar eru lækkaðir og velferðarkerfið skorið niður við trog.

Kontóristarnir hjá ASÍ og aðrir verkalýsrekendur á Íslandi taka hagsmuni fjármagnseigenda fram yfir lífskjör almennings þegar þeir boða evruvæðingu.

Krónan er jafnaðarmaður Íslands númmer eitt: hún tryggir að þegar þjóðarbúið verður fyrir áföllum skuli allir taka á sig aukna byrði. Þeir sem hallmæla krónunni grafa undan jöfnuði í samfélaginu. 


mbl.is Krónan óvinur launafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er komið í ljós, að sú heimska og fáfræði ASÍ og Norrænu velferðarstjórnarinnar, að hafana því að tak verðtrygginguna úr sambandi strax eftir Hrun,alla vega tímabundið,er nú búin að valda félagsmönnum ASÍ, og öðrum landsmönnum, meiri hörmungum og skaða, en fordæmi eru fyrir í Íslandssögunni.

Þetta eru einhver mestu efnahagsmistök, sem gerð hafa verið á Íslandi, og allt í boði ASÍ og Norrænu velferðarstjórnarinnar,sem gaf erlendum vogunarsjóðum ótakmarkað skotleyfi, á atvinnulaus íslensk heimili, og fjárvana fyrirtæki, vegna ólöglegra gengisbundinna lána, og vegna stökkbreyttra, og ólöglegra reiknaðra verðtryggðra lána.

Halldór Björn (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband