Evruríkjum fjölgar ekki; varanlegur klofningur blasir við ESB

Skuldakreppan í evrulandi stafar af því að sami gjaldmiðilinn hentar ekki fyrir Þýskaland og Grikkland. Þýskaland er þróað iðnríki með fjármálaaga en Grikkland vanþróað óreiðuríki. Til að evran haldi velli þarf að sameina þau 17 ríki sem standa að henni í eina Stór-Evrópu, sem væri hliðstæð Bandaríkjunum að því leyti að alríkisstjórnin miðlar fjármunum til einstakra ríkja.

Stór-Evrópa verður hvorki smíðuð úr evrulandi né Evrópusambandinu, það liggur fyrir eftir leiðtogafundinn í Brussel. Aftur verður gerð tilraun að halda evru-samstarfinu gangandi um hríð með reddingu sem kallast ríkisfjármálabandalag.

Þau ríki sem eru í Evrópusambandinu, en nota ekki evru fyrir lögeyri, munu ekki veðja á framhaldslíf evrunnar. Óhugsandi er að Danmörk, Pólland og Svíþjóð taki upp evruna í fyrirsjáanlegri framtíð. Af því leiðir munu þessi ríki ekki taka þátt í milliríkjasamningum evru-landanna 17 um ríkisfjármálabandalag.

Um hríð mun evran hökta og skrölta en ekki skapa tiltrú enda á hún enga framtíð. Þau 10 ríki Evrópusambandsins sem standa utan evru-samstarfsins munu standa álengdar og bíða átekta. Samstarfið inna ESB verður sett neðar á forgangslista þessara ríkja og þau munu leita annarra bandalaga.

Klofningur Evrópusambandsins er varanlegur og þeir sem veðja á framtíð þess eru haldnir óskhyggju ef ekki hreinum draumórum.


mbl.is Sövndal gegn samkomulagi ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn eru algerlega heimaskítsmát með Evruna. Það er ekkert sem þeir geta gert, sem ekki gerir ástandið verra til lengri tíma. Ég held að þetta liðist sundur fyrr en margur heldur. Svona babamm! Ekkert mælir á móti því að þetta verði eftir helgi, þótt það gæti engst áfram fram í mars apríl. Það er meira í gangi en yfirborðið sýnir.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2011 kl. 19:47

2 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Hvað skyldu þá þessar 16 ríkisstjórnir sem eftir eru vera að spekulera? Trúlegt er að þær ætli að doka við og sjá hvort þjóðverjar muni ekki draga upp heftið og borga - eða hjálpa þeim að afskrifa erlendar skuldir sínar.

Bræðralag í þessum leik snýst ekki um neitt - annað.

Guðmundur Kjartansson, 10.12.2011 kl. 21:43

3 identicon

Eru líkur á að Angela Merckel nái að sannfæra þýska þingið til að fara að spreða fé til óreiðuríkjanna í suður Evrópu?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 22:13

4 identicon

Angela hangir á bláþræði.... Hverju ræður hún? Sjálfsagt bara strengjabrúða

anna (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 22:48

5 identicon

"No doubt these dramatic events will be uncomfortable for Britain, but this will all be swept away by bigger events before long. The Europols have not begun to work out a viable solution to their deformed and unworkable currency union, and perhaps no such solution exists. The system will lurch from crisis to crisis until it blows up in acrimony.

By then, a separate cluster will have emerged (not the 10 "outs" against the 17 "ins", always a ludicrous concept), but rather a loose Anglo-Nordic-Swiss grouping that may not do so badly on the fringes and may begin to solidify into a seductively comfortable outer tier"

Margt virðist benda til þess að þessi orð AE-P í pistli hans 9.12.2011 í DT eigi vel við um þá þróun mála sem nú virðist vera að eiga sér stað hjá Dönum.  Þó skulum við ekki gleyma því að Helle T-S forsætisráðherra er gift einum samfylktum Miliband bróður, ef ég man það rétt.  Það verður spennandi að fylgjast með gangi mála, en gott að Villy Sövndal er skeleggari en Þistilfjarðar-Grímur.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 01:59

6 identicon

Sorrí, næsti bær við, GPSið var bilað:-)  Helle T-S er gift syni hins samfylkta Neil Kinnock, en ekki Miliband bróður.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 02:36

7 identicon

Það er eitt að veðja á Evruna, en að ætla að með góðu eða illu að keyra alla sína þjóð með í svaðið er heimskra manna verk.  Mjög heimskra.

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband