Laugardagur, 10. desember 2011
Grótta og Barcelona; Grikkland og Svíþjóð
Þeir sem trúa því að Grikkland og Svíþjóð eiga heima undir sama efnahagslega regluverki trúa því líka að Grótta og Barcelona eigi að spila í sömu fótboltadeildinni. Í drögum að nýju ríkisfjármálabandalagi undir forystu Þýskalands og Frakklands er ráðgert að Svíþjóð, sem hvorki er með evru né býr við suður-evrópska fjármálaóreiðu, falli í sama eftirlitsflokk og Grikkland, sem er að sligast undan evru og stundar svindlefnahagsbúskap þar sem hagtölur eru skáldaðar eftir þörfum dagsins.
Thomas Mayer aðalhagfræðingur Deutsche Bank segir ásamt þýsku pressunni að neyðarfundurinn í Brussel hafi markað tímamót í glímunni við skuldakreppuna á evru-svæðinu með því að leggja grunn að ríkisfjármálabandalagi. En svo bætir Meyer við:
Die weniger gute Nachricht ist, dass völlig unklar ist, wie der Weg bis dahin aussieht.
Það er sem sagt fullkomlega óljóst hvernig markmiðinu um ríkisfjármálabandalag verði náð. Ekki aðeins er vafa undirorpið hvernig starfandi stofnanir Evrópusambandsins eiga að kom að verkinu þar sem ríkisfjármálabandalagið mun byggja á milliríkjasamningum heldur er ekkert regluverk til að halda utanum bandalagið.
Eflaust munu finnast lagalegar leiðir til að virkja helstu stofnanir í þágu ríkisfjármálabandalagsins. En þegar kemur að því að setja upp laga og regluverkið og útfæra samþykkir leiðtogafundarins blasir við að stangur rammi utanum Grikkland muni í Svíþjóð þykja ótækur þar sem efnahagsleg og pólitísk staða Svía réttlætir á engan hátt víðtæk inngrip frá Brussel.
Sáttmáli um ríkisfjármálabandalag á að verða tilbúinn í mars á næsta ári. Sáralitlar líkur eru á því að það markmið náist. Þegar einstök ríki taka til við að máta sig við ríkisfjármálabandalagið mun koma upp úr dúrnum að þetta og hitt henti illa. Það verða tafir á tafir ofan.
Merkel kanslari Þýskalands sagði að neyðarfundurinn markaði upphaf að löngu endurreisnarferli Evrópusambandsins. Ferlið verður bæði langt og kvalarfullt en lærdómurinn verður óhjákvæmilega eftirfarandi: Grikkland og Svíþjóð eiga ekki heima í sömu efnahagsdeildinni - ekki fremur en að Grótt og Barcelona í sömu fótboltadeildinni.
Umrót kallar á endurmat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðverjar eru allra þjóða duglegastir,en ég ofl. viljum alls ekki í Evropusambandið. Hún gengur ekkert vel ,,pörunin,, hjá þeim,greinilega erfitt fyrir þjóðríkin að þola hvers annars ólíku efnahagslegu stöðu,þar sem á annað yrði hallað. Ekkert vandamál hjá Mercel og Sarkosy,þau hafa þegar mátað sig við ríkisfjármálabandalagið. Þau ætla ekki að klikka á neinu núna, grípa því málbandið og sjá það passar allt milli þeirra sál og likkami,90-60-90 eða hvernig er það nú aftur?
Helga Kristjánsdóttir, 10.12.2011 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.