Laugardagur, 10. desember 2011
Jón Ásgeir er saklaus afbrotamaður
Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri er sakfelldur í fimm liðum í skattahluta Baugsmálsins og var áður dæmdur í móðurmáli Baugs. Jón Ásgeir kveðst saklaus af öllum ákæruliðum.
Með saklausan afbrotaferill og frestun fullnustu á dómum ætti Jóni Ásgeiri að vera allir vegir færir, að minnsta kosti þangað til sérstakur saksóknari sendir jólakort til vina og kunningja.
Margsannað sakleysi Jóns Ásgeirs hlýtur að afla honum bakhjarla til að hann geti stundað saklaus viðskipti hjá sekri þjóð.
Sakfelldur í fimm liðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Miðað við Borgarnessræðuna mun Samfó. greiða honum sanngirnisbætur
þór (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 11:38
Svona dómar hljóta að vera fordæmisgefandi. Boða gott þeim sem hyggja á skattaundanskot allrahanda í framtíðinni. Gott ef einhverjir þegar dæmdir fyrir sömu eða minni brot munu ekki krefjast endurupptöku sinna mála. Jafnvel skaðabóta!
Kolbrún Hilmars, 10.12.2011 kl. 17:00
Jón ásgeir skrifar lipurlega grein í Frétablaðið í dag. Pilturinn hefur ýmsa hæfileika, svo mikið er vist.
Halldór Jónsson, 10.12.2011 kl. 20:06
Sæll.
Ég held nú að Jón Ásgeir ætti að þakka saksóknara að ekki fór verr enda hans málatilbúnaður allur ein hrákasmíð - eins og oft áður skilst mér! Við þurfum menn í svona embætti sem geta komið skammlausri ákæru frá sér þegar hrunmálin koma til kasta dómstóla.
Helgi (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 14:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.