Brussel á bakvið tjöldin

Bless, bless Bretland, segja þýskir fjölmiðlar um þá ákvörðun Cameron forsætisráðherra að beita neitunarvaldi gegn tillögum Frakka og Þjóðverja um að breyta Evrópusambandinu í ríkisfjármálabandalag. Breskir segja á móti að útilokun Bretlands sé til heimabrúks í Frakklandi. Sarkozy forseti þurfi að geta kennt engilsaxneska fjármálamarkaðnum um hrun evrunnar.

Bretar vildu tryggingu fyrir því að breskar fjármálastofnanir yrðu ekki settar undir valdboð ESB. Minnisblað með kröfum Breta er í stíl við fyrirvara sem einatt eru gerðir við áþekkar aðstæður. 

Pólitískan vilja skorti til að halda samstöðunni innan Evrópusambandsins. Bretar voru gerðir að blóraböggli og Cameron forsætisráðherra getur vel við unað þar sem neitun hans mælist vel fyrir heima.

Eftir að samstaðan Evrópusambandsins er rofin skapast svigrúm fyrir allar aðildarþjóðir að stunda pólitík þar sem semja þarf nýja áætlun fyrir ríkisfjármálabandalag. Innan skamms tíma verður aftur komið upp neyðarástand í evrulandi. 

Óvíst er hve evru-samstarfið þolir marga neyðarfundi en þeim fer ábyggilega fækkandi. 


mbl.is Öll ESB-ríki nema Bretar sammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

akkelísarhæll þinn páll hefur ætíð verið að þú vanmetur raunverulegan pólitískan vilja evruríkjanna til að halda evrunni á floti. meðan þessi vilji er til staðar er hvorki evran né esb að fara eitt eða neitt.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 17:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það er þá líkt með okkur og fjársjúku ESB.og Evru, við erum ekki að fara eitt eða neitt,allra síst í þetta bandalag, hversu mikill vilji Esb er til þess. Íslendingar hafa nú gert annað eins og það, að hafa vit fyrir stjórnvöldum í þjóðaratkvæðagreiðslum. Nú þurfum við að stoppa þetta ferli fyrst.

Helga Kristjánsdóttir, 9.12.2011 kl. 18:12

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Raunverulegur pólitískur vilji þegna evruríkjanna - og auðvitað hinna "ekki-evru-ríkja" liggur ekki fyrir. Aðeins pólitískur vilji stjórnvalda þeirra. Þarf ekki að vera eitt og hið sama.

Kolbrún Hilmars, 9.12.2011 kl. 18:33

4 identicon

Friðrik.

Það er merkilegt með fólk eins og þig að þið trúið því virkilega að pólitíkusar geti í það endalausa beygt fram hjá náttúrulögmálum bara ef þeir vilja nógu mikið.  Þeir geta auðvitað frestað endalokunum, en þau verða bara enn sársaukafyllri í staðin, því miður.

Staðreyndin er auðvita sú að engin pólitíkus í Evrópu undir Evrunni þorir að standa í sporum Geirs Haarde.  Engin.

Þetta hefur lítið með hugsjón að gera.  Þetta er tilraun til að halda sjálfum sér í góðu embætti.

Allt á kostnað almennings auðvitað.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 20:08

5 identicon

Mæli með nýjustu grein AE-P -hreint út sagt frábærri grein- um málið:

http://blogs.telegraph.co.uk/finance/ambroseevans-pritchard/100013758/europes-blithering-idiots-and-their-flim-flam-treaty/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 21:51

6 identicon

Cameron getur augljóslega ekki vel við unað. Hann er gagnrýndur heimafyrir(nema af hörðustu esb-andstæðingum)og hvervetna lýsa menn áhyggjum vegna þess að UK muni einangrast. Miliband segir að Cameron hafi haldið hrapalega illa á málum. (Aðdáendur Brósa trúa því sem þeir vilja.)Sjá ágætis fréttaskýringar hér;http://www.telegraph.co.uk/finance/financialcrisis/8947625/EU-treaty-David-Cameron-stands-as-the-lone-man-of-Europe.html

gangleri (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 09:36

7 identicon

Hér lýsir Ed Miliband því hvernig Cameron brást UK ;http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2011/dec/09/cameron-let-britain-down-europe

gangleri (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 09:47

8 Smámynd: Elle_

Hvað eru ´hörðustu esb-andstæðingar´?  Þeir sem eðlilega vilja standa með land sitt utan miðstýringar Evrópusambandsins?  Það eru Evrópusambandssinnar sem halda stöðugt fram að ríki muni ´einangrast´ ef þau eru ekki undir miðstýringu Evrópusambandsins.  Það er auðvitað rangt þar sem EU er bara pínulítill hluti heimsins. 

Elle_, 10.12.2011 kl. 14:40

9 identicon

jonasgeir þú ert fjallheimskur ef þú heldur að ég telji pólitíkusa geta beygt náttúrulögmálin. raunar ertu enn heimskari ef þú telur að það sé í mannlegu valdi yfirleitt. málið er einfalt, evran heldur áfram að styrkjast í evru/dollar krossinum. og hvernig samræmist það endalausum dauðadómum þínum yfir evrunni.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband