Aðlögun, innganga og síðast kemur lýðræðið

Búið er að aðlaga Króatíu að Evrópusambandinu og í dag var aðildarsamningur undirritaður með þeim orðum að Króatía væri velkomin inn í sambandið. Eftir hálft ár verður króatíska þjóðin spurð hvort hún vilji inn í sambandið. Ekkert undirstrikar betur ólýðræðislega starfshætti Evrópusambandsins.

Ísland er í biðröð eftir því að vera meðhöndlað með sama hætti. Samfylkingarhluti ríkisvaldsins aðlagar Ísland lögum og reglum Evrópusambandsins, síðan verður skrifað upp á samning og Ísland boðið velkomið í klúbbinn. Eftir dúk og disk kemur að því að spyrja þjóðina, - í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Aðlögunarferlið Íslands í Evrópusambandið er algjörlega óboðlegt. Það þverbrýtur meginreglur lýðræðissamfélags um að þjóðin fái að segja sína skoðun á jafn stóru máli og aðild að Evrópusambandinu áður en við göngum í sambandið. Í gegnum aðlögunarferlið erum við jafnt og þétt að ganga í Evrópusambandið á meðan samningaviðræður standa yfir. Umsóknina á að afturkalla strax.


mbl.is Króatar undirrita aðildarsamning að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já en lýðræðissinninn Eva Joly vill inn. Hún hefur að vísu ekki áhyggjur af lýðræðishallanum akkúrat núna en ástandið í Japan hvílir þungt á henni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 11:58

2 identicon

Skilningur Samfylkingar á orðinu lýðræði er ekki eins og hjá siðmenntuðu fólki.

Og þessu tekur VG þátt í og kyngir vel á bragðinu.  ..Í það minsta þeir sem eru ekki með sjálfvitund og styrk kattana.

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 12:06

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er það sem ég hef alltaf sagt.Taki ESB ákvörðun núna um að segja já. Hvar stöndum við. Við erum inni með áheyrnarfulltrúa á þingi ESB síðan verður farið að spá í þjóðarkosningar. Við ráðum engu nema að taka umsóknina til baka. 

Valdimar Samúelsson, 9.12.2011 kl. 13:59

4 identicon

Sammála Páli: Umsóknina á að afturkalla strax. Hlé á formlegum viðræðum tryggir ekki, að stjórnvöld hætti undirbúningi, aðlögun með nýrri lagasetningu eða óformlegu makki úti í Brussel, hvað þá slík frestun mundi stinga upp í þá áróðursmaskínu, sem ESB ætlar innan skamms að opna hérlendis.

Reykjavík síðdegis á Bylgjunni spyr nú, hvort fólk vilji halda áfram með umsóknina eða fresta henni. Ekki er boðið upp á þriðja möguleikann, afturköllun, sem við Páll erum varla einir um að vilja.  Ég sé enga aðra fullnægjandi lausn fyrir mér, og fólk ætti að tala fyrir henni en ekki aðeins frestun.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 21:14

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Málið er það að við flækjumst í æðislegum vef en þeir hjá ESB fá tækifæri að segja já. Þá er komin ferill sem er erfitt er að ná sér úr sérstaklega með allt þetta probaganda fé of fólk á vegum ESB. Hættum þessu rugli strax enda er þetta allt ólöglegur ferill.

Valdimar Samúelsson, 10.12.2011 kl. 21:57

6 identicon

Góðaar ábendingar hjá Valdimar! Sammála honum. Í öskutunnuna með þessa ólukkans umsókn og allt, sem hefur hlaðizt utan á hana.

Sigruður (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband