Föstudagur, 9. desember 2011
Jón Bjarnason vinsælli en ríkisstjórnin
Jón Bjarnason landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra er vinsælli meðal kjósenda en ríkisstjórnin. Um 36 prósent kjósenda vilja Jón áfram sem ráðherra en aðeins um 25 prósent styðja ríkisstjórnina, eins og t24 rifjar upp.
Tilraunir Samfylkingar að bola Jóni úr embætti ráðherra halda áfram í samvinnu við Fréttablaðið sem er helsta málgang ESB-sinna á Íslandi. Jón hefur staðið vörð um íslenska hagsmuni í umsóknarferlinu sem Samfylkingin stendur einn stjórnmálaflokka að.
Það er í höndum þingflokks Vinstri grænna að ákveða hvort Jón verði áfram ráðherra flokksins eða ekki.
Meirihluti vill að Jón hætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er auðvitað bara skelving.
RUV frettamiðill samfylkingarSTASI slær þessu upp eins og mjög slæmri niðurstöðu fyrir Jón og ástæðu fyrir að honum verði sagt upp.
RUV gleymir að Ríkisstjórnin er auðvita enn óvinsælli.
Það þarf að taka til í þessari Ríkisstofnun sem kallast RUV. Þetta er ekki hlutleysi eða fréttaflutningur. Þetta er áróður sem STASI hefði verið stolt af.
jonasgeir (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 10:04
Minnum á skynsemi.is....10364 hafa skrifað undir áskorunina.
gangleri (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 10:16
Þetta þykja Steingrími ekki góðar fréttir. Að sjálf sólin falli í skuggann af Jóni. Maðurinn verður að fara.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 10:24
63% þeirra sem kjósa VG vilja hann burtu skv. þessari könnun, er það ekki áhyggjuefni?
Dimon (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 11:18
Ef þetta heitir ekki að fá blauta tusku framan í sig þá veit ég ekki hvað, og þá er ég að tala um samfylkinguna, þetta átti auðvitað að verða enn einn naglinn í líkistu Jóns, en hefur heldur betur farið í líkkistu ríkisstjórnarinnar í heild.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2011 kl. 19:52
NEI, Dimon. Við erum að tala um EU-miðla, hlutdræga gegn Jóni.
Elle_, 9.12.2011 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.