Efnahagslegt sjálfsmorð í boði Össurar

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Póllandi segir upptök evru jafngilda efnahagslegu sjálfsmorðin. Össur skarpi utanríkisráðherra Íslands segir í viðtali við Der Spiegel að evran sé stöðugleikinn uppmálaðar og aðeins smákrísa á ferðinn í evrulandi.

Er ekki kominn tími á að stöðva efnahagslegt sjálfsmorð Íslands og setja utanríkisráðherra til verka þar sem hann yrði til friðs? Staða sendifulltrúa Íslands við heimasstjórn Grænlendinga myndi henta Össuri ágætlega.

Á meðan Össur er utanríkisráðherra verður haldið áfram uppsetningu á leikriti fáránleikans: Ísland er á leiðinni inn í Evrópusamband sem Austur-Evrópuþjóðir flýja.

 


mbl.is A-Evrópa orðin afhuga evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að þjóðin sé að eið tíma og gífurlegum fjármunum í þetta ESB rugl, er bara skelfilegt, á sama tíma sem fjármunir ættu að fara í uppbyggingu á atvinnulífinu í landinu, til að sem flestir hafi eitthvað að starfa.

Og nú kemur Árni Páll fram í öllum fjölmyðlum,og segir að Íslendingar skuldi Bretum og Hollendingum ekki neitt, því er spurt af hverju vildi Árni Páll samþykkja Icesave?

Málið er að það er ekkert að marka þessa ESB rugludalla.

Það er athyglisvert að stýrivextir Englandsbanka eru 0.5% og verðbólga í Englandi ca.5%.

Verðbólga á Íslandi ca. 5% og stýrivextir 4.75%,þetta er náttúrlega fulkomlega galið hjá þjóð sem varð tæknilega gjaldþrota,það þarf greinilega að fara fram tiltekt á efstu hæðum Seðlabankans.

Það er sömuleiðis athygglisvert að Íbúðalánasjóður virðist vera að oftaka stórar upphæðir af almenningi, sem er með lán hjá sjóðnum.

Gudbjornj.blog.is

Jón Viðar (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 13:49

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Engu fáum við ráðið nema með samtilltu átaki,það virðist nokkuð ljóst. Ég afgreiði mína eigin útrás í bældri kanski blindri, reiði út í utanviðsráðherra. Þú stendur ekkert að neinum fíflaskap herra utanvits ráðherra. Það verður ekki liðið.

Helga Kristjánsdóttir, 8.12.2011 kl. 14:21

3 identicon

Hvað hafa Grænlendingar til saka unnið... ???

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 17:09

4 identicon

Tek undir með Guðmundi 2..  Grænlendingar eiga ekkert nema gott skilið frá okkur og við ættum einmitt að efla sambandið við þá og meta að verðleikum.  Aldrei að vita nema báðir gætu haft gott af meira sambandi og Össur er ekki hæfari til að vera þar en þar sem hann er.  Hvað um að bjóða hann fram til að rannsaka fisk í austurlöndum fjær og semja til 10 ára í senn.

Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 19:46

5 Smámynd: Elle_

Hann gæti líka rannsakað eina sílissporðinn sem býðst árlega í EU-inu.  Nú vitum við hvað hann vill þangað. 

Elle_, 8.12.2011 kl. 21:49

6 identicon

Sæll.

Sammála þeim sem vilja ekki koma illa fram við Grænlendinga. Ég veit ekki betur en þeir séu toppmenn og hafi reynst okkur vel eins og Færeyingar.

Getum við ekki opnað ræðismannsskrifstofu á Jan Mayen eða Svalbarða og haft Össurinn þar? Kannski gæti hann frætt Namibíumenn um laxeldi sem sérlegur fulltrúi utanríkisráðuneytisins?

Helgi (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband