Sterkt Ísland, ónýt ríkisstjórn og enn verra ESB

Hagvöxtur er á Íslandi en annars er samdráttur á Vesturlöndum og fullveðja kreppa í Evrópusambandinu. Þrátt fyrir efnahagskerfi í uppsveiflu er ríkisstjórnin ónýt; býr við eins atkvæðis meirihluta á alþingi og getur ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut.

Brussel er ástæðan fyrir ömurlegri stöðu ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir glæsilegt efnahagskerfi. Aðalmarkmið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var að koma Íslandi í Evrópusambandið.

Evrópusambandið er að liðast í sundur. Bréf Merkel og Sarkozy til van Rompy staðfestir að ef á annað borð tekst að bjarga evrunni mun ESB klofna í evruland kjarnaríkja og tíu utanáliggjandi ríki sem taka ekki upp evru og prísa sig sæl.

Mestar líkur eru þó á að ekki takist að bjarga evrunni og þá stutt í endalok Evrópusambandsins.

Ekkert efnahagsundur á Íslandi fær bjargað aðildarsinnum í Samfylkingu og Vinstri grænum frá því að þurfa standa skil gerða sinna. Umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru stærstu afglöp seinni tíma stjórnmálasögu.


mbl.is Ekki séð rök fyrir sameiningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er esb að huxa um að auka makrílkvóta vorn úr 3 í 4% eftir að í ljós kom að stofninn er hálft árið á beit hér. Segið svo að það sé ekkert í pakkanum!

Pakkasníkir (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 09:57

2 identicon

Góður Pakkasníkir. Verst hvernig þetta ESB gönuhlaup sundrar ríkisstjórninni og gerir hana vanmáttuga til að takast á við okkar raunverulegu vandamál sem eru sennilega nokkuð auðleysanleg.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 10:19

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Við göngum væntanlega inn í ESB þegar það er að hruni komið og tökum upp Evruna þegar hún hefur liðið undir lok.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.12.2011 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband