Miðvikudagur, 7. desember 2011
Peningar til stjórnmálaflokka: hvað fáum við í staðinn?
Við borgum tæpar 300 milljónir króna til stjórnmálaflokka beint, höldum auk þess uppi 63 þingmönnum þessara flokka með launagreiðslum úr ríkissjóði. Hvað fáum við í staðinn?
Jú, lokað stjórnmálakerfi þar sem afar treglega gengur að endurnýja þingmenn sem eru hrunkvöðlar, þá er einkum að finna í Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki og þingflokk sem gengur ljúgandi til kosninga um stærsta álitamál lýðveldissögunnar - Vinstri grænir voru búnir að semja við Samfylkinguna um umsóknina um aðild að ESB fyrir kosningar.
Stjórnmálaflokkarnir fá fé úr sjóðum almennings til að bjóða fram pólitíska valkosti í lýðræðisþjóðfélagi. Þeir verða að standa undir þeirri ábyrgð.
6 þingmenn vildu afnema styrki til stjórnmálaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gaman væri að fá sjónarmið þeirra stjórnmálamanna sem felldu tillögu Lilju Mósesd.
A hvaða forsendum eru styrkir veittir til stjórnmálaflokka
þegar margar manneskjur eiga ekki til hnífs eða skeiðar?
Var það vegna þessarra styrkja sem við kusum þetta fólk á þing.
Af hverju er þetta fólk ekki rekið út af alþingi?
Nú er ég ekki bara að tala um Steingrím eða Jóhönnu.
´´Ég er að tala um alla þá sem greiddu gegn tillögu Lilju M.
Jóhanna (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 18:05
Varla getur það staðist 65.gr stjórnarskrárinnar"allir skulu jafnir fyrir lögum" að greiða aðeins þeim stjórnmálaflokkum sem ná þingsæti, styrki af almannafé, en ekki þeim stjórnmálaflokkum sem eru þó sannanlega starfandi, allt árið.
Það á að afnema þessi lög strax, og setja þessa fjármuni í t.d. heilbrigðiskerfið.
Jón Ólafs (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 18:22
Sæll.
Við erum með fimm sinnum fleiri þingmenn per íbúa en Norðurlandaþjóðirnar sem samt þykjast allir þessir þingmenn þurfa aðstoðarmenn (77 raunar) þó örfáir kjósendur séu eru á bak við hvern og einn! Þingið sjálft hefur einnig þanist út undanfarin ár. Fækka ætti þingmönnum niður í 23 og gera landið að einu kjördæmi til að minnka þetta ferlega kjördæmapot.
Skiljanlega vilja þingmennirnir ekki afnema þetta því nú er voðalega erfitt fyrir önnur stjórnmálaöfl að hasla sér völl. Flestir sem nú sitja á þingi ættu sér ekki viðreisnarvon á hinum almenna vinnumarkaði og yrðu sjálfsagt fórnarlömb eigin klúðurs ef þeir dyttu út af alþingi og yrðu þar með atvinnulausir.
Sú breyting sem gerð var á lögum um framlög til stjórnmálaflokka var gerð þegar allir voru á tauginni út af hruninu. Nú eru fleiri og fleiri farnir að sjá hve vanhugsuð þessi breyting var - við sitjum uppi með fullt af óttalegu rusli sem vinnur ekki fyrir þjóðina og hindrar atvinnuskapandi verkefni.
Við þurfum nýjar hugmyndir en ekki gamlar hugmyndir á bak við ný nöfn flokka eins og GS ætlar sér að gera út á og tekst sjálfsagt. Við þurfum frjálshyggjuna.
Helgi (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 18:42
Er að horfa á atkvæðagreiðslu á þingi um fjárlögin.
Mikið vildi ég að landsmenn allir gætu fylgst með þessu.
Forseti þingsins ræður ekki við svo einfaldan hlut sem stjórna atkvæðagreiðslu.
Þingmenn margir vart mæltir á eigin tungu og flestir ófærir um að tjá hugsun sína á skýran hátt.
Hávaði og skvaldur í salnum þrátt fyrir að forsetinn nánast grátbiðji þingmenn um þögn og hvetji þá til að einbeita sér að atkvæðagreiðslunni.
Þetta er algjörlega ömurlegt.
Þingið er móðgun við skynsemi almennings á Íslandi.
Allt er betra en þetta.
Hversu lengi ætlar almenningur að sætta sig við þetta?
Karl (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 18:52
Hvað við fáum í staðinn? Sama gamla Fjórflokkinn - auðvitað!
Kolbrún Hilmars, 7.12.2011 kl. 18:56
Nú er Stjórnmálaflokkum nánast bannað að taka við styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Í umræðu síðustu missera hefur slíkt þótt afar ljótt og frá hinum illa komið. Nú vilja menn fella niður ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. Hvernig eiga þá stjórnmálaflokkar að fjármagna sig?
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 19:33
Stefán: Hvað þurfa stjórnmálaflokkar í raun mikla fjármögnun?
Á netinu er hægt að dreifa kynningarefni næstum ókeypis.
Tekjur af almennum félagsgjöldum ættu a.m.k að fara langleiðina með að greiða kostnað af fundahaldi.
Er nauðsynlegt að flokkar sem einu sinni ná kjöri fái styrk frá skattgreiðendum til að greiða auglýsingastofum og almannatenglum fyrir að drekkja málflutningi keppinauta?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 22:48
Sjónmálaflokkar eiga að vera jafnir fyrir lögum, jafnhliða öðrum stéttum í þessu landi. Ef frambjóðendur hafa almannahags-hugsjón, umburðarlyndi, almennt viðurkennda færni til starfsins, persónuleikapróf og hreint sakavottorð, þá dugar það, til að auglýsa viðkomandi, ásamt nútímatækni og samskiptum á netinu. Það gagnast ekki almenningi, að einhverjir mútupeningar frá spilltum ofuröflum úti í bæ eigi að greiða götu almennings. Það ætti þessi þjóð að vera búin að læra af reynslunni!
En Mammons-guðs-kúgunarhugsjónin virðist enn eiga sér foringja í flokkum á alþingi Íslendinga. Það er kominn tími til að fækka þingmönnum um meir en helming, því þeir virðast hvort eð er ekki fá leyfi frá mútara-flokksforystu, til að hafa sjálfstæðar skoðanir í friði, til að vinna eftir! Það er mjög alvarlegt mál, sem rétt væri að rannsaka vel, og gott að fjármálaeftirlitið þarf ekki að láta fjárskort hindra sig í því starfi. En starfsmenn fjármálaeftirlitsins þurfa ekki persónulega svo háar launagreiðslur, sem raun ber vitni, og rétt að setja stórt spurningarmerki við slíkt siðleysi þar á bæ, jafnt sem annarsstaðar í þjóðfélaginu.
Það þarf að gagnrýna gagnrýnandann (FME), eins og aðra, og eins gott að lýður landsins bregðist ekki í því mikilvæga gagn-rýni-starfi frekar en öðrum.
Í svo gjörspilltu pólitísku umhverfi, sem ríkir á Íslandi, tekur tíma að breyta hugsunarhættinum og vinnubrögðunum. Dropinn holar steininn. Sameinuð og með virðingu, réttlæti og heiðarleika að leiðarljósi getum við þetta. Spillingin í öðrum löndum er ekkert betri en á Íslandi, síður en svo, heldur er hún af öðrum toga heldur en hér.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.12.2011 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.