Össur gerir sig að fífli í Der Spiegel

Þýska tímaritið Der Spiegel er í sama flokki og Economist; útgáfa sem tekur sjálfa sig alvarlega. Í nýjustu útgáfunni er fjallað um Ísland og hrunið og eftirmálin. Í lok greinarinnar er sagt frá umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og að Íslendingar séu andvígir aðildinni. Þá kemur að Össurar þætti Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Die EU ist eine Zone der Stabilität...Merkel und Sarkozy werden den Euro niemals fallenlassen... kann der Euro aus der Krise gestärkt hervorgehen.

Össur segir sem sagt Evrópusambandið stöðuleikasvæði, að Merkel og Sarkozy mun aldrei láta evruna falla og að evran komi sterk út úr kreppunni.

Þýski blaðamaðurinn varar lesendur sína við og segir að þessi norræni Merkel-aðdáandi (Merkel-Fan) sé með sérstakar skoðanir á Evrópusambandinu og að þær rími ekki við hryllingsfréttir um upplausn sambandsins. 

Össur trúir því, segir hann í viðtalinu, að Íslendingar muni verða hlynntir aðild að Evrópusambandinu þegar evran nær sér á strik. Jamm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf ekki að fara að leita leiða til að stöðva þennan trúð?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 07:52

2 identicon

Allavega athuga hvort hann sé alls gáður.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 07:55

3 identicon

Ég hef alltaf verið því hlynnt

að kosnir ráðherrar og alþingismenn

eiga að ganga undir hæfnispróf og visst

sannsöglis eftirlits. Ef svo væri gert,

þá hefðu hænsnin sem eru á alþingi í

dag aldrei komið þar inn fyrir dyr.

Sama ætti að gilda fyrir alla opinbera

starfsmenn.

Fólkið í landinu verður að átta sig á

því að fjölmargir úr stjórnargeiranum

verða þjóðinni til skammar ekki bara

einu sinni á dag, heldur alltaf þegar

þetta fólk opnar munninn.

Sjá grein Der Spiegel.

Jóhanna (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 10:35

4 identicon

Kannski er kominn tími á að málfrelsi þessara náunga verði settar einhverjar skorður? Við höfum verið í vandræðum með ORG. Hann talar um eldgos líkt og miðill væri að störfum, "you ain´t seen nothing yet" er enn haft í flimtingum þegar menn vilja slá um sig með fyndnum frösum. Nú er Össur að færa sig upp á skaftið, hann er að komast í sömu deild og ORG hvað varðar bjánaleg komment í útlöndum.

joi (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 11:43

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skúbb dagsins. Eða er þetta kannski bara óstaðfestur orðrómur?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2011 kl. 12:53

6 Smámynd: Elle_

Álfar eða guðir hjálpi okkur bara að hafa þennan mann og hans flokk við stjórnvölinn.  En það hjálpar þó ego-inu að vita að heimurinn veit að við erum ekki öll með í rangtrúnni. 

Elle_, 7.12.2011 kl. 21:31

7 Smámynd: Elle_

Joi, ekki geturðu sett forsetann í sama bát og Össur??

Elle_, 7.12.2011 kl. 21:35

8 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er ekki hægt að setja ÓRG og ÖS á sama bát,  enda er ÓRG með hærri greyndarvísitölu en ÖS.

Allavega hefur ÓRG bjargað þjóðinni oftar en ÖS frá óráðsíu ríkisstjórnarinnar samanber ICESAVE...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 8.12.2011 kl. 17:07

9 identicon

Það er auðvitað sorglegt að segja það, en maður hefur nú oft velt því fyrir sér, hvort umræddur maður (ÖS) sé alltaf allsgáður þegar hann er að erindast fyrir þjóðina sína ?

Elisabet Guðjohnsen (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband