Wall Street gegn Evrópusambandinu

Hótun Standard & Poor um að lækka lánshæfismat evrulands rétt fyrir neyðarfund leiðtoga Evrópusambandsins er stríðsyfirlýsing  bandaríska fjármálakerfisins gegn Evrópusambandinu. Bandaríkin vilja að ESB leysi skuldavanda sinn með engilsaxnesku leiðinni, - að prenta peninga.

Á þessa leið greinir helst dagblað Þýskalands, Frankfurter Allgemeine, hótun bandaríska matsfyrirtækisns.

Evrópski Seðlabankinn er ekki lánveitandi til þrautavara og ekki er heimilt samkvæmt gildandi sáttmálum ESB að leysa kaupa evru-ríki undan gjaldþroti.

Stórir atburðir eru í vændum í evrulandi.


mbl.is Mat S&P skekur markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Evropusambandið kemst ekki upp með neinn moðreyk,þegar voldugir aðilar standa þá að óheimilum aðgerðum. Þarna kemst kompaníið í æðstu stöðum á Íslandi að því,að útlenzku guðirnir þeirra eru bara menn,rétt eins og við,nema okkar baráttu menn vita betur og eru löngu búnir að sjá að Esbéið er vonlaust.

Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2011 kl. 00:50

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er ekki ólíklegt að það fari að draga til tíðinda.  Fjárflóttinn er frá Evrópu er orðinn slíkur að ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða verður eitthvað undan að láta.

Skuldir seðlabanka Frakklands hafa tífaldast á stuttum tíma.  Skuldir seðlabanka Írlands, Spánar og Ítalíu hafa einnig aukist gríðarlega.  Því sem næst enginn veit hvað Sviss hefur keypt mikið af euroum til að halda gengi frankans niðri.  Bandaríkin dæla dollurum yfir Evrópu eins og að þeir sé að detta úr tísku.

Þessi "markaðsórói" ætlar að verða nokkuð erfiður niður að kveða.

G. Tómas Gunnarsson, 7.12.2011 kl. 01:38

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óstjórnin og sundurlyndið innan sambandsin er alveg sambærilegt við okkar ríkistjórn og ekki að sjá að neitt komi í veg fyrir hrun Evrunnar. Menn geta ekki fiffað reikninga og gengi mikið lengur. Samkvæmt deadlineni þá hafa menn nú 3 daga. Ég held að markaðirnir svokölluðu hafi ekki þolinmæði í það.

Það er merkileg statistík sem Gunnar Rögnvaldsson bendir á á sínu bloggi og sýnir að ríkissjóðir helstu evrópulanda séu undir áhlaupi banka og þar með glæpaveldis, sem m.a. á sér rót í USA, (Segi ekki meir en fyrsti stafurinn er Goldman Sacs)

Fjármálaelítan er að launa ofurgreiðana með því að drepa mjólkur kúnna sína og éta. Þetta eru hrikalegar horfur og illmögulegt að sjá fyrir endann á þessu. Það mun snerta alla heimsbyggðina mjög illa ef Evran hrynur. 

Það er full blown gjaldmiðlaheimstyrjöld í gangi með sínum eyðandi krafti, sem mun taka Asíu fyrir næst. Allt á þetta rót í óregúleruðu fjármálaumhverfi og hjá stjórnmálaelítu sem er samgróin henni svo kyrfilega að lög eru hunsuð og glæpirnir látnir óáreittir, enda beinir fjármálaelítan nú byssuhlaupinu að okkur og hótar að rústa heiminum ef við gerum eitthvað til að stöðva þá. 

Það er of seint núna að stoppa þetta. Þetta er hinn svokallaði Glóbalismi í öllu sínu veldi. Helfararídeológía 21. aldarinnar. Final soulution 3. Seint ætlum við að læra.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.12.2011 kl. 02:37

4 identicon

Jón það leiðir auðvitað til óstjórnar og sundurlyndis þegar farið er í eina átt í andstöðu og vilja flestra hvort sem það er á Íslandi eða ESB, endar ekki með því að upp úr sýður og þá hefst atburðarásin fyrir alvöru?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 07:47

5 identicon

Eva Joly vill fara bandarísku leiðina. Sá einhver þáttinn um Ronald Reagan í norska sjónvarpinu í gær? Hann var kræfur karlinn. Lýsti því yfir opinberlega að hann myndi ekki segja til félaga sinna í Hollywood en gögn sem síðar hafa komið í dagsljósið benda eindregið til þess að hann hafi einmitt gert það og unnið náið með stjórnvöldum á bak við tjöldin.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 09:17

6 identicon

Eva Joly hafði það eftir saksóknara í New York að enginn yrði saksóttur fyrir innherjaviðskipti hjá Goldman Sachs þar sem að Goldman Sachs stæði nærri Obama og hefði fjármagnað kosningabaráttu hans.

Eva Joly hrósaði ennfremur Obama fyrir lög sem taka gildi á næsta ári sem skylda alla banka til að gefa upp nafn, heimilisfang og upphæð hvers bandarísks þegns.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband