Hvar er Guðni?

Framsóknarflokkurinn slítur með arfleifð Halldórs Ásgrímssonar fyrrverandi formanns og þarf að finna réttu stemmuna ef ekkki á illa að fara í vor. Úti um allt land eru framsóknarmenn í felum og vilja ekki kannast við sinn gamla flokk.

Guðni Ágústsson varformaður, sem nýlega hlaut glæsilega kosningu í prófkjöri flokksins á Suðurlandi, hefur haldið sig til hlés en verður nú að koma á vettvang og blása eldmóði í liðið sitt.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ja lítið lagðist fyrir drenginn þann. Renndi sér beint suður á Klörubar á Kanarí ! Greinilegt að kosningabaráttuna á að hefja sunnan frá í þetta skiptið og valta norður um. Tja, það skyldi þó ekki vera að þessi nýja aðferð fleytti flokkunum inn með bónussæti eftir kosningar í vor?

Halldór Egill Guðnason, 12.2.2007 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband