Merkel boðar endalok evrunnar

Þjóðverjar eru búnir að gefast upp á evrunni. Merkel kanslari getur ekki sagt það upphátt. Hún segir þrennt sem hvert um sig gæti eyðilagt evru-samstarfið: engin peningaprentun Seðlabanka Evrópu, engin sameiginleg evru-skuldabréf og engin hröð lausn á skuldakreppunni.

Jafnvel þegar Merkel virðist segja afgerandi hluti, t.d. um fjármálabandalag, er hún í reynd að kippa fótunum undan eigin tillögu. Samkvæmt Bild

Es gebe keine europäische Institution, die über nationale Haushalte entscheide, das sei auch nicht vorgesehen. Die Haushaltshoheit der Länder solle vielmehr vollständig erhalten bleiben und damit „erledigt sich auch die Debatte über Euro-Bonds." Wichtig sei vielmehr ein europäisches Durchgriffsrecht, wenn gegen eine „europäische Schuldenbremse" verstoßen werde.

Sem sagt: ekkert fullveldisframsal, þar af leiðir engin evru-skuldabréf, en engu að síður auknar valdheimildir til Brussel að bremsa útgjöld aðildarríkja - (sem auðvitað er fullveldisframsal).

Merkel boðar sáttmálabreytingar á Lissabonsáttmálanum til að auka valdheimildir ESB. Sáttmálabreytingar taka langan tíma en evru-svæðið hefur nokkra daga að bjarga sér, sagði Olli Rehn fjármálastjóri ESB fyrir þrem dögum.

Þýðing á ræðu Merkel er eftirfarandi: euro ist kaputt.


mbl.is Fjárlagabandalag í burðarliðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt að hún skuli vera með þeim síðustu að fatta það. Hún er allavega búin að boða nægilega byltingakenndar breytingar til þess að forsendur aðildarumsóknar Samfylkingarinnar séu gersamlega brostnar. Nú vil ég fara að sjá stjórnarandstöðuna taka hausinn úr rassgatinu og sýna hvort þeir eru verðugir kjörs í komandi kosningum.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.12.2011 kl. 10:22

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Tek heilshugar undir Jón Steinar, stjórnarandstaðan verður að sýna í verki að þeir séu í stjórnarandstöðu.

Tíminn til aðgerða verður að vera núna. Ef ekki þá eru orð þeirra með öllu marklaus, og mótmæli stjórnarandstöðunnar í ræðustól alþingis fara að virka eins og bakradda söngur fyrir ríkistjórninna. Slíkt bakraddahjal reiknast í besta falli sem hressandi dægradvöl til áheyrnar. Það er ekki viðunnandi.

Anna Björg Hjartardóttir, 2.12.2011 kl. 12:01

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvenær er jarðaförin?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.12.2011 kl. 14:09

4 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

jarðarförin, átti þetta að vera. Lyklaborðin eru orðin slitin hér á ESB.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 2.12.2011 kl. 14:10

5 identicon

þetta evrublæti þitt páll er hætt að vera fyndið. ég var að fá skilaboð um að evrópski seðlabankinn ætlaði að lána alþjóðagjaldeyrissjóðnum 200 milljarða evra eða vel yfir 30.000 milljarða. þannig getur sjóðurinn haldið ítalíu á floti og evran fer ekki eitt eða neitt.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 14:25

6 identicon

Hvaða stjórnarandstaða..???  Sú sama og samþykkti Icesave III.. ??

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 16:56

7 identicon

@Friðrk I:

Evrópski seðlabankinn getur prentað peninga eins og hann vill og gerir það sjálfsagt en aukaverkunin af því er verðbólga sem fer auðvitað ekki vel í almenning og hann mun láta það bitna á stjórnmálamönnum. Það gæti einnig gefið "öfgamönnum" byr í seglin og Evrópa hefur slæma reynslu af því.

Peningaprentun leysir engan vanda og er í raun rót þess vanda sem verið er að glíma við í dag um nánast allan heim.  Hvaðan heldur þú að allir þessir peningar sem allt í einu var hægt að lána fljótlega upp úr 2000 hafi komið? Af hverju heldur þú að verð á gulli og silfri hækki nánast daglega? Olía hækkar líka, af hverju? Hún hefur staðið í stað mælt í gulli en hækkað í peningum. Af hverju skyldi það nú vera? Svarið er peningaprentun!!

Endilega hvettu ECB til að prenta peninga, það jarðar evruna enn frekar og eykur enn frekar á skuldsetningu og verðbólgu. Leysir peningaprentun einhvern vanda? Ó nei!!  Haugur af evrópskum bönkum skuldar ECB mikla peninga en geta auðvitað ekki borgað og fá því ný og ný lán. Það er sama hvaða leikrit Merkel og Sarkozy setja á svið, þau geta ekki leyst þennan vanda vegna þess að þau skilja hann ekki. Spurningin er bara hvenær fjárfestar og almenningur sér í gegnum þessa sýndarmennsku þeirra!!

Helgi (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband