Lög um aðlögun Íslands að ESB

Aðeins ein leið er inn í Evrópusambandið og það er leið aðlögunar. Aðildarsinnar á Íslandi reyna að telja fólki trú um að í samningaviðræðum komi í ljós hvað ,,okkur býðst." Evrópusambandið lítur ekki svo á að um óskuldbindandi samningaviðræður sé að ræða, heldur gangi umsóknarríki jafnt og þétt inn í Evrópusambandið. Eins og segir í útgáfu Evrópusambandsins, bls. 9 efst til hægri

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.

Hér segir Evrópusambandið skýrt og skorinort að orðið ,,viðræður" geti valdið misskilningi þar sem ferlið er aðlögun og viðræður snúist um tímasetningar á stjórnkerfisbreytingum. Í aðlöguninni felst að umsóknarríki taki upp 90 þúsund blaðsíður af ESB-reglum og þær eru ekki umsemjanlegar.

Evrópusambandið býður fjármagn til umsóknarríkja til að kosta aðlögunina. Yfirþjóðlegt valdboð Evrópusambandsins kemur fram í því að það krefst sérlaga fyrir aðlögunarfjármagnið.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er ekki með heimild frá alþingi til að fara með Ísland í aðlögunarferli inn í Evrópusambandið. Í greinargerð með þingsályktuninni sem samþykkt var 16. júlí 2009 kemur hvergi fram að Ísland muni í umsóknarferlinu taka upp lög og reglur ESB.

Umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins um aðild Íslands að Evrópusambandinu er umboðslaus og á að afturkalla.


mbl.is „Þetta er bara galið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef svo er að verið er að framkvæma aðlögun án heimildar þá er auðvitað um algera lögleysu að ræða og hreint landráð, er ekkert í þjóðfélags strukúrnum sem getur komið í veg fyrir þetta og gert viðeigandi ráðstafanir?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 08:06

2 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Þetta er einmitt eitt af því sem ég skil ekki, og einnig margir sem ég ræði við um þessi mál.  Þ.e.a.s. þegar "köflum" er lokað í samningaviðræðum, hvað þýðir það nákvæmlega?  Býður kaflinn eftir því að þjóðin kjósi um kaflann eða fer sá tiltekni kafli fyrir einhverja nefnd sem framleiðir úr því frumvarp sem svo að lokum rennur inn á Alþingi? 

Mér finnst að stjórnvöld eigi að upplýsa almenning um þetta ferli, ég hef alla vega ekki fundið neinar haldgóðar upplýsingar um þetta ferli.  Ef ferlið er eins og ofangreint, þ.e. að kaflarnir fari hver fyrir sig fyrir Alþingi í formi frumvarpa, um hvað á þá þjóðin að kjósa á kosningadegi ESB?

Svo er ég eflaust að misskilja þetta allt saman,  þetta er sennilega eins og þú segir og þjóðin aðlagar sig hægt og þétt að hinum þessum skilyrðum kaflanna.  Ég hreinlega veit ekki meir, en ef þessi blessaða ríkisstjórn vill fá stuðning þjóðarinnar um þessi mál finnst mér persónulega að hún eigi að upplýsa almúgan um þessi mál.  Á meðan ég veit ekki betur segi ég NEI.

Garðar Valur Hallfreðsson, 2.12.2011 kl. 08:16

3 identicon

Ekki gleyma því að samfylkinginn breytti lögum þess efnis að þegar loks kemur að því að kjósa um ESB þá er aðeins um ráðgefandi kosningu að ræða, ekki bindandi.

Þannig hefur fólkið í landinu í raun ekkert um það að segja ef að einskær vilji ráðamanna er um að innlima Ísland inn í ESB.

Því skiptir miklu máli að innanbúðarflokkur(S) ESB fái ekki völd í næstu kosningum.

R (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 08:33

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ekkert eðlilegt við það þegar samband eins og ESB sem er ekki vel statt fjárhagslega sjálft fer að gefa peninginn, og þau orð sem að koma frá Árna Þór eru ómarktæk vegna þess að hann er gjörspilltur stjórnmálamaður.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.12.2011 kl. 08:37

5 identicon

ESB er gjörspillt apparat sem hefur ekki fundið nógu auma endurskoðendur í heil 16 ár sem hafa verið tilbúnir að skrifa undir ársreiknigabullið frá þeim.

Mikill meirihluti 27 ESB þjóðanna skora mjög hátt á lista yfir spilltustu þjóðir veraldar.  Merkilegt þegar það á að vera eitt af aðalsmerkjum ESB þjóða að vera á sömu hillu hvað alla hluti varðar, þó að spillingarkvarðinn er æði misjafn og skrautlegur.  En kannski er spilling eitthvað sem er umsemjanleg við inngöngu í "ESB - paradísina" og við getum  færst úr að vera með minnst spilltustu þjóðum veraldar í eina af þeim spilltustu....  ????  

Flott að fá það upp úr  "pakkanum" góða ... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband