Fimmtudagur, 1. desember 2011
Vinstri grænt fylgishrun; pólitískur geðklofi hefnir sín
Vinstrihreyfingin grænt framboð mælist með 13,5 prósent fylgi samkvæmt Gallup í RÚV. Framsóknarflokkurinn er kominn framúr Vinstri grænum með 15 prósent. Samfylking er með 22 prósent og Sjálfstæðisflokkur 38.
Fylgishrun Vinstri grænna er mest sláandi við þessa könnun. Flokkurinn fékk yfir fimmtungsfylgi í síðustu kosningum en er núna á leiðinni í ræsið með smáflokkafylgi.
Pólitískur geðklofi Steingríms J. og forystu Vg hefnir sín; það gengur ekki til lengdar að hafi í frammi flokkssamþykktir um andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu en vinna í ríkisstjórn sem eindregið stefnir á aðild.
Athugasemdir
Úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Textinn sem Jón Bjarna ekki skilur og moggapennarnir flestir.
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum."
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 19:54
Fylgi stjórnarflokkanna kemur á óvart.
22% styðja Samfylkinguna.
Rúmlega fimmti hver vill kjósa Jóhönnu Sigurðardóttur, Róbert Marshall, Sigmund Erni Rúnarsson og hina siðferðisvitana.
Sjúkt.
Karl (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 20:02
Við almúginn gefum lítið fyrir stjórnarsáttmálann. Og erum reyndar ekki ein um það!
Það sem skiptir okkur máli eru lögin sem Alþingi samþykkir.
Þar var samþykkt af þingmönnum þann 16.júlí, 2009, að sækja um aðild að ESB og að aðildarviðræðum loknum yrði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu - sem þó yrði aðeins RÁÐGEFANDI.
Stærri loforð stjórnvalda hafa verið svikin en þetta smáræði.
Kolbrún Hilmars, 1.12.2011 kl. 20:07
VG grænt framboð,getur ekki státað sig af neinum Skrautfjöðrum svo það væri þjóðinni til hagsbóta hirfu þeir alveg af þingi.Ég það ekki út hvernig Samfylkingin fær 22%fylgi og á þeim bæ eru tóm svik...
Vilhjálmur Stefánsson, 1.12.2011 kl. 20:17
Jón Óskarsson. Það sem þú og flestir einangrunarsinnar virðist ekki skilja en Jón Bjarna aftur á móti skilur er enska þar sem stendur í reglum ESB að aðeins er hægt að fara í aðlögunarferli fyrir þær þjóðir sem sækja um að einangrast með nokkrum prósentum veraldar. Um það snýst málið, þó að einstaka einfeldningar trúa að um sé að ræða kaffispjall um mögulega inngöngu þegar raunin er sú að aðlögun sem kostar okkur tugi milljarða er að fara fram í skjóli lygavarnagarðs Baugsfylkingarinnar, sem síðan þarf að vinda ofan af til að færa kerfið í fyrra horf með þeim ofurkostnaði sem fylgir höfnuninni. þas, ef eitthvað mark verði tekið á þjóðinni.
Skora á þig að þýða fyrir okkur úr ensku yfir á íslensku, svona okkur hinum til skemmtunar í skammdeginu.:
“First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.”
Einnig ber þess að geta að aðeins verður um ráðleggjandi atkvæðagreiðslu meðal þjóðarinnar að ræða en alls ekki bindandi þjóðaratkæðagreiðsla eins og þú virðist trúa. Það verður áhugavert að sjá skýringar ESB einangrunarsinna á hvernig eigi að túlka niðurstöður eftir gjörtapaða skoðanakönnun. Ætli það verði ekki svipað og þegar Icesave II gjörtapaðist með 98.2% geng 1.8%...??? Fullt tillit tekið til vilja þjóðarinnar...???
Það var Samfylkingin með attaníossum sem tryggði að þjóðin hefði ekki seinasta orðið með bindandi atkvæðagreiðslu og til þess þurfti hún með VG að fella þingfrumvarp þess eðlis. Það á að tryggja Brussel bákninu enn eitt líf eftir að þjóðin hafnar því í skoðanakönnuninni.
Hverju skyldi nú valda að Samfylkingin lagðist svo lágt til að tryggja að þjóðin hefði ekki seinasta orðið um inngöngu í ESB, frekar en þjóðin fengi að segja álit sitt um hvort hún hefði yfirleitt einhvern áhuga á upplognum aðildarviðræðum sem eru aðlögunarferli og borga milljarðatugi í ruglið...???
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 20:24
Það sem er mest sláandi í þessari könnun er þetta ótrúlega minnisleysi sem hrjáir 38% þjóðarinnar. Spurning hvort þetta sé einhver "genavilla".
Magnús Bergsson, 1.12.2011 kl. 20:27
Það sem mér finnst í raun áhugaverðast við þessa skoðannakönnun er að ef allt er talið saman í fréttinni, Sjálfstæðisflokkur 38%, Samfylking 22%, Framsókn 15%, Vinstri-Grænir 13,5%, Hreyfinging 2%, 10% önnur framboð og 15% skila auðu eða mæta ekki þá eru þetta 115,5%.
Það er kannski eitthvað sem ég er ekki að skilja við hvernig þeir reikna þetta út en mér finnst það frekar furðuleg tala.
Utan við það finnst mér það mjög áhugavert að næst stæðsti hópurinn á Sjálfstæðisflokknum eru þeir sem lýst ekki á neitt sem er í boði 25% (önnur framboð og skila auðu)
Halldór Ingvi Emilsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 20:53
Það er líklega verið að meina að 38% af þeim sem taka afstöðu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. 22% Samfylkingu o.s.frv.. Þessi auka 15% eru þeir sem ætla að skila auðu eða mæta ekki.
Björn Ívar Björnsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 22:33
Ahh, það útskýrir það. Þakka þér Björn Ívar. Eftir situr þó að 25% af þeim sem voru spurðir hafa ekki áhuga á neinu sem er í boði.
Halldór Ingvi Emilsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 22:39
það segir sig sjálft ef flokkar sem eru andsnúnir ESB fá meirihluta í kosningum þarf ekki þjóðarathvæðagreiðslu um málið.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 22:45
38 (D) + 22(S) + 15 (B) + 13,5 (V) + 2 (Hreyfing) = 90,5
90.5 + 10 (önnur framboð) + 15 (autt/ekki kjósa) = 115,5
Eitthvað bogið við þetta.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 22:53
það er ekkert bogið við þetta því að athvæði þeirra sem ekki kjósa eða skila auðu sem eru um 15% eru í raun óvirk, en prósentutölur flokkanna eru þeir sem taka afstöðu það ræður skiptingunni.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 23:07
38+22+15+13,5+2+10=100,5 þetta eru tölurnar sem gilda, en væntanlega afrúnnunar villa 0,5 %
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 23:12
Þetta gæti passað en mér finnst skrýtið að hafa "önnur framboð" inni í fylgistölum flokkanna. "Önnur framboð" getur merkt hvað sem hugurinn girnist og ekkert gefið með að þeir sem hyggjast kjósa "önnur framboð" fái valkost sem þeim hugnast á kjördag. að hefði líklega gefið betri mynd af stöðunni að spyrja alla, hvort sem þeir hafa hug á að kjósa þá flokka sem nú eru í boði eða ekki hvort þeir hefðu áhuga á "öðru framboði".
Framboð Guðmundar Steingrímssonar hefði kannski átt að vera inni í þessu en mér þykir það gefa skýrar mynd af stöðunni að reikna "önnur framboð" út (miðað við að skýring þín sé rétt). D fær þá tæplega 42%, S rúm 24%, B tæplega 17, V tæplega 15%, Hreyfing rúmlega 2%.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.