Fimmtudagur, 1. desember 2011
Krónuvinurinn Krugman gefst upp á evrunni
Paul Krugman nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og krónuvinur hinn mesti skrifar um evruna í New York Times og segist vera búinn að gefast upp á henni. Eins og jafnan í tilviki djúpra pælara er það ekki niðurstaðan sjálf sem er áhugaverðust heldur rökin fyrir henni.
Óbærilegar skuldir og töpuðu samkeppnisstaða jaðarríkja evrulands verður aðeins bætt upp með vaxtahvata í kjarna evrulands ásamt almennri launalækkun og niðurskurði í jaðarríkjum. Krugman segir það ekki bein en það liggur í orðunum: evruland þarf að breytast í Stór-Evrópu þar sem eitt ríkisvald fer með helstu valdheimildir þeirra 17 þjóðríkja sem standa að evru-samstarfinu.
Evruland getur ekki stökkbreyst í Stór-Evrópu og þess vegna lenda á ruslahaug sögunnar.
Var risabanki við það að falla? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þá er það næsta verkefni fjármálasénísins Össa utanríkis að skýra út fyrir nóbelshagfræðingnum hversu illa hann er að sér í evrufræðum og fjármálafræðum yfirleitt.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 13:12
Það virðast allir sjá hvað er að gerast í evrópu nema Jóhanna og co enda með eindæmis góð bjartsýnis gleraugu þegar að kemur að hinni fallandi evru!!!!!!!
Helga (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 21:16
Eins og ad thétta Titanic med tyggigummíi, skrifar Patricia Hedelius um thaer adgerdir sem ECB notar til ad bjarga evrunni.Sja:
http://www.svd.se/naringsliv/euron-star-infor-ett-sammanbrott_6675868.svd
S.H. (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 04:12
Sæll.
Það voru ekki mistök að láta Lehman Bros falla, ríkið á ekki að skipta sér að rekstri banka frekar en af rekstri bílaverkstæða. Þessi kreppa sem við lifum í núna væri fyrir bí ef hið opinbera væri ekki að halda lífi í bönkum sem hafa ekki verið reknir nógu vel - enda bjarga aðgerðir seðlabanka heims ekki neinu heldur lengja einungis í hengingarólinni.
Setja þarf skynsamar reglur sem tryggja eðlilega samkeppni banka í milli svo örfáir bankar verði ekki of stórir.
Helgi (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.