Fimmtudagur, 1. desember 2011
Sníkjudýrin og þjóðin
Hagsmunum Íslands er best borgið utan Evrópusambandsins - um það deilir enginn nema samfylkingarfólk í fríi frá veruleikanum. Engu að síður erum við í aðlögunarferli að Evrópusambandinu sem stafar af 16. júlí-svikum Vinstri grænna er gengu á bak orða sinna gagnvart kjósendum.
Hluti af aðlögunarferlinu er að ESB setur peninga í breytingar á stofnunum og lögum og reglum umsóknarríkis. Síðustu daga eru þessir styrkir í umræðunni og er að skilja að sjálfsagt sé að hirða þessa styrki enda þurfum við ekki að endurgreiða þá þótt við hættum við umsóknina eða fellum samning í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sníkjuhugsunarháttur af þessu tagi er ógeðfelldur og sver sig í ætt við samfylkingarmálflutninginn um að við ætlum að ,,græða" á aðild að Evrópusambandinu. Ekkert er fjarri sanni. Ísland mun greiða með sér til Evrópusambandsins. Evrópuvaktin áætlar að aðild kosti Ísland um 23 milljarða króna árlega.
Gróðinn sem sníkjudýrin hugsa um er á hinn bóginn ekki fyrir þjóðina heldur lítinn hóp embættismanna, háskólafólks og sérfræðinga sem sjá fram á að njóta góðs af styrkjum Evrópusambandsins og fleiri atvinnutækifærum fyrir sig sjálft.
Sníkjudýrin eru flest með heimilisfestu í Samfylkingunni.
Frumvarp um IPA-skattleysi lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Spuninn um sníkjudýrin í Samfylkingunni rímar við spunann um rotturnar sem flýja 75 milljón króna auðlegðarskattinn. Snýkjudýrin eru í öllum flokkum og rotturnar eru löngu farnar.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 08:27
Afskaplega tignalegt lið, enda margir þeir sem virðast vera gerðir út af Baugsfylkingunni og bulla um dýrðlegheit Brusselsmafíunnar eru jafnfram á framfæri þjóðarinnar við þá iðju, vegna einhverra meintra annmarka sem hindrar þá til að gegna almennum störfum. Er nema von að ekkert gangi. Baugfylkingin telur sig vera búin að afsanna þá kenningu að það er ekkert til sem heitir "Free Lunch".
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 09:07
Plotline: Jón Bjarnason sér um eignarhlut ríkisins í Matís; ESB býður Matís 300 milljón króna styrk til að skoða pöddur; Jón Bjarnason segir nei takk, ég tek ekki við mútum; Jóhanna dregur fram ófrágengið frumvarp um fiskveiðistjórnun og þyrlar upp moldviðri í kringum það; Jóhanna tekur frumvarpið af ráðherranum og Samfylkingarhluti ríkistjórnarinnar heimtar að hann verði settur úr embætti; Jón Bjarnason samþykkir að taka við styrknum með skattfríðindum og öllu; Allir eru glaðir og Jón fær að sitja; case closed.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 09:08
Bloggari norður í rassgati spyr: Hve lengi á þetta að líðast og hvar er stjórnarandstaðan í landinu?
Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 09:12
Nú geta þau samþykkt fjarlögin í ró og spekt og engin óþekkt. Að vísu er ýmislegt smálegt ekki inni í þeim eins og 11 milljarða beilát Byrs, enda er það óþarfi, Steingrímur tekur það af velferðinni með einhverjum ráðum eins og hann hefur fjármagnað leyndarbeilát sín, frændsemi og héraðshygli fram að þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 09:23
Já bloggari vestur í rassgati tekur undir þessa fyrirspurn Jóns Steinars.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.12.2011 kl. 09:27
Blessaður vertu ekki að tala um þetta 11 milljarða beilát Byrs Jón Steinar. Við erum stödd í miðjum 75 milljón króna auðlegðarspuna.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 09:31
Já Elín nú kemur hann úr öllum áttum, hægri vinstri og að ofan og neðan. Verst að ekki verði vaðmál úr honum öllum til útflutnings, svo við getum hlýjað ölmusumönnum evrópusambandsins í nauðinni.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 10:04
Það er úrvalslið siðblindra, eða alla vega blindra og heilaþveginna manna/kvenna sem stýra þessari grægishegðun og stýra þjóðinni til andsk.... fyrir mútufé. Siðleysið er algjört. Það er bara hugsað um að græða á fátækum almúga í ESB-ríkjum. Þetta er viðbjóðslegt siðleysi, siðferðisbrenglun og aumingjaleg hegðun.
ESB-trúarofstækið og öfgarnar eru að tortíma allri eðlilegri hegðun. Það þykir orðið eðlilegt og sjálfsagt að þiggja mútustyrki. Er hægt að komast neðar í siðferðisbrengluninni?
Er einhver sem veit hvernig á að nálgast skynjun og samvisku svona fólks, sem er svo hrikalega heilaþvegið, sjálfumglatt og siðblint, að ekki virðist vera nokkur vinnandi vegur að ná sambandi við það?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2011 kl. 11:40
Baugsfylkingarráðherra svaraði því þegar hann varðandi aðkomu og fjárfestingu Björgólfs Thors í gagnaverinu á suðurnesjum, - "Það er sama hvaðan gott kemur".....!!!!!
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 13:08
Frá mínum sjónarhóli er ekki nóg að gera "hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið," heldur þarf að draga umsóknina til baka. Annars vofir það yfir, að aðlögunarferli haldi áfram innan stjórnkerfisins, með ýmissi lagasetningu, styrkjaumsóknum og endalausum textaþýðingum, án formlegra viðræðna, og ESB muni láta áróðursmaskínu sína hérlendis malla næstu árin. Mér þætti mikils virði að fá þetta ESB-mál út af borði stjórnmálanna með alveg skýrum hætti. Málamiðlanir innan flokkanna í stjórnarandstöðu, að hlé skuli gert, tryggja það ekki, en eiga hins vegar að reyna að halda flokkunum saman og auðvelda stjórnarmyndun með Samfylkingunni.
Sigurður (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.