Rýtingsstunga Steingríms J.

Atlagan að Jóni Bjarnasyni er vegna afstöðu hans til umsóknar samfylkingarhluta ríkisvaldsins um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ólíkt öðrum ráðherrum Vinstri grænna hefur Jón fylgt yfirlýstri stefnu flokksins um andstöðu við ESB-aðild. Aðrir ráðherra hafa ýmist lítt haft sig í frammi, Ögmundur, eða eru laumuaðildarsinnar, Katrín Jakobs.

Í ESB-málum stendur Jón Bjarna með afgerandi meirihluta þjóðarinnar. Samfylkingin þorir ekki í slag við Jón um Evrópumálin og þess vegna eru kokkaðar upp sakargiftir um kvótamál. Líkt og æði rennur á múslíma þegar spámaðurinn er hlutgerður brjálast samfylkingarfólk þegar kvótamál eru sett á dagskrá.

Samfylkingin með sinn spuna  telst til hefðbundinna stjórnmála. Rýtingsstunga Steingríms J. Sigfússonar í bak Jóns Bjarna er aftur á móti óþokkabragð ærulauss manns.

 


mbl.is „Þjóðin veit fyrir hvað ég stend“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svona "Brutus" með öfugum valda hlutföllum.

Helga Kristjánsdóttir, 30.11.2011 kl. 01:20

2 identicon

Sæll.

Steingrímur er að fara með Vg í ræsið. Hann hefur nú sýnt það í enn eitt skiptið að hann er ekkert annað en dyramotta Sf og er hjartanlega sama um yfirlýst stefnumál. Er ráðherrastólinn svona rosalega kósý að öllu sé fórnandi fyrir hann?

Helgi (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 22:21

3 identicon

Meira bullið. 

Það eruð þið Hemssýnarpennar eða Hádegismóapennar sem skáldið upp þessu ESB bulli um Jón Bjarnason þegar hann verður uppvís að því að valda ekki verkefnum sínum og fara á bak við alla þá sem hann hefði átt að vinna með.

Og svo laug hann að fólki í þokkabót. 

Þið Moggapennar verjið þannig vinnubrögð

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 22:52

4 identicon

Jón Óskarsson, Samfylkingar- og Baugspenni #1, þú ert rauðhærðum til háborinnar skammar!

Björn (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband