ESB-allsherjarhrun eða A- og B-deild

Evrópusambandið stendur frammi fyrir hruni, gangi það fram að evru-samstarfið líði undir lok. Ef stóru Evrópusambandsríkjunum, Frakklandi og Þýskalandi, tekst að bjarga einhverjum hluta evru-samstarfsins verður til A-deild og B-deild Evrópusambandsins.

Í A-deild yrðu Frakkar, Þjóðverjar, Finnar, Austurríkismenn og Hollendingar.

Í B-deild allir hinir.

Ísland á heima í hvorugri deildinni.


mbl.is Leggi niður viðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Það sannast hið fornkveðna: "Byltinginn étur börnin sín innan frá". Maður getur ekki annað en fagnað því að sjá þetta ESB skrímsli engjast upp og drepast, vegna innvortis meina. Maður ætti kannski að fara að kæla Kampavínið...

Dexter Morgan, 28.11.2011 kl. 15:08

2 identicon

Mér skilst á öllum ESB - einangrunarsinnum að Ísland yrði yfir öllum öðrum ESB ríkjunum hafið, eitt í úrvalsflokki og það eitt með að senda inn inngöngubeðnina á sínum tíma.  Öll lög og reglur ESB yrðu aðlagaðar okkar lögum og kröfum.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 15:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Miklir erum vér landar,það hentaði okkur ekkert minna en úrvalsflokkur,líklega vegna, en ekki þrátt fyrir skjátudilkinn,alræmda.

Helga Kristjánsdóttir, 28.11.2011 kl. 16:08

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég er nokkuð viss um að ESB leggur nú hart að Össuri að halda umsókninni til streitu. Það myndi ekki hljóma vel nú, né væri það markaðsvænt að fá fyrirsagnir á borð við: Iceland pulls out of EU negotiations.

Slíkt yrði ekki litið hýru auga í Brussel. Ástæðan fyrir því að við erum enn í þessu strögli þvert ofan í alla skynsemi og rök er ímyndarlegs eðlis frá bæjardyrum ESB. Össur hefur raunar í svo mörgum orðum sagt að svo sé.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2011 kl. 17:04

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er víst óþarft að taka það fram að Páll á við að það séu yfirleitt sjálf upphækkuð stjórnvöld í ofangreindum löndum sem ef til vill, hugsanlega og kannski hafa áhuga á þessum liðssafnaði í lið A,B,C og svo framvegis inni á elítuverkstæði Evrópusambandsins.

Almenningur í þessum löndum hefur hins vegar lítinn sem engan áhuga á evru, og hefur aldrei haft frá upphafi. Evran er fyrst og fremst óskabarn ESB-elítunnar. Hún hefur reynst fólkinu ömurlega. 

Í þessum löndum fer almenningur bara í Zetuliðið. Þannig virkar lýðræði í ESB. 

Og mikið er ég sammála Páli. Ísland á ekki heima í liðsveitum ESB-elítunnar.

Gunnar Rögnvaldsson, 28.11.2011 kl. 17:08

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í útópíu elítunnar er ekki gert ráð fyrir skoðunum og vilja almennings í löndunum sem um ræðir. Eins og landið liggur nú, þá er eina leiðin til að koma draumnum á leiðarenda að berja niður alla andstöðu með ofbeldi, afnema lýðræði og koma á fót lögregluríki.  Verði þeim að góðu að framfylgja því.

Ríkjablokkir A-B-C osfr er ekki málið. Það þarf að splitta Evrunni upp í 17 einingar, hverja með sitt gengi. Menn geta bara yfirprentað þær Evrur sem eru í umferð í löndunum með Evru A-B-C etc. og hugsað svo síðar um að breyta nafni þeirra í nafn gömlu myntarinnar þegar þessu fylleríi bráir af.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.11.2011 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband