Samfylkingin finnur forsetaframbjóðanda

Samfylkingin er að tapa ríkisstjórninni en ætlar sér stóra hluti í forsetakosningum næsta sumar. Ólafur Ragar Grímsson sitjandi forseti vann sér til óhelgis að bregða fæti fyrir Icesave-fjötrana sem ríkisstjórn Jóhönnu Sig. ætlaði að bregða á þjóðina.

Frambjóðandi Samfylkingarinnar er Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hún kveðst fá áskoranir um að bjóða sig fram. Meðal þeirra sem skora á Salvöru er Össur Skarphéðinsson utanríksiráðherra en hann gerði Salvöru að formanni sölunefndar Evrópusambandsaðildar Íslands.

Með Össur sem bakhjarl eru allir vegir færir Salvöru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Yössur skorar á einhvern frambjóðanda.......Þá fer mitt atkvæði annað.  Það hlýtur að vera álitshnekkir hvers manns að vera hugsanlega frambjóðandi nakta fiskifræðingsins.

Rétthugsun (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 13:37

2 identicon

Þetta verður ÓRG hvatning til að halda áfram.

Þvílíkt þjóðfélag!

Karl (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband