Mánudagur, 28. nóvember 2011
Jón Bjarna með meirihluta þjóðarinnar
Helgarspuni Samfylkingarinnar var að hætta umræðunni um neitun Ögmundar á landakaupum Nubo samfylkingarpésa og færa athyglina á Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Kvótaumræðan kveikir enn í stuðningsliði Samfylkingar og Jón Bjarna stendur þar vel til höggs sem ráðherra málaflokksins.
Jón Bjarnason er þarfur starfsmaður þjóðarinnar sem hamlar umboðslausum atlögum Össurar utanríkis að aðlaga Ísland regluverki Evrópusambandsins. Jón gætir þar hagsmuna þings og þjóðar.
Hvort Jóhanna Sig. trúir því að ríkisstjórnin fái staðist án Jóns Bjarna á eftir að koma í ljós.
Segir stöðu sína sterka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.