Með Jóni færi ríkisstjórnin

Verði Jón Bjarnason rekinn úr ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er stjórnin fallin. Áður en kemur að því að Jóni verði ýtt úr stjórnarráðinu munu stjórnarflokkarnir koma sér saman um að lægja öldurnar og tjalda til vors í það minnsta.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er ígildi starfsstjórnar. Fá frumvörp koma frá stjórninni og ráherrar hennar er löngu hættir að setja mál á dagskrá - þeir bregðast aðeins við aðstæðum.

Veikluleg og tvístígandi ríkisstjórn er til muna betri kostur en aðgerðasinnuð ríkisstjórn hinna stóru axarskafta.


mbl.is Hlýtur að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta bara búið hjá þeim?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 07:57

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Jón og Golíat

Jón Bjarnason er að berjast við sjálft ESB sem vill með öllum tiltækum ráðum koma honum út úr landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneytinu, Þjónar ESB hér á Íslandi Samfylkingin vaka eins og hrægammur yfir öllum athöfnum Jóns Bjarnasonar, með þeim eina tilgangi að koma honum frá störfum. Þeir vita sem er að Jón Bjarnason leyfir enga ESB aðlögun í sínu ráðuneyti. Jón Bjarnason er ekki landráðamaður, hann og Ögmundur Jónasson gegna sínum embættum með það að leiðarljósi að fara eftir landslögum.

Sjálfur forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir talaði málum ESB í Kastljósviðtali þann 29 október sl. þar var hún spurð um skuldakreppu ESB og það stóð ekki á viðbrögðum hennar þegar hún steytti hnefanum og talaði um að "Við" munum koma okkur útúr þessu, Hún virkilega sagði VIÐ (í ESB) þarf frekari vitnana við? ( undarlegt má teljast að ekki sé hægt að nálgast þetta fræga Kastljósviðtal á vef RÚV)

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.11.2011 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband