Kínamálið og gjörbreytt íslensk stjórnmál

Stakkaskiptin á íslenskum stjórnmálum eftir hrun koma fram í víglínunum í landakaupamáli kínverska auðmannsins Huangs Nubo. Samfylkingin er hlynnt landssölu til Nubo sem og sá hluti sjálfstæðismanna sem helst vill vinna með Samfylkingunni.

Meginhluti Sjálfstæðisflokksins er á móti landssölunni; Vinstri grænir eru eindregið á móti og allar líkur að Framsóknarflokkurinn sé á móti, þótt ekki hafi heyrst mikið í þeim.

Samfylkingin stendur ein á landakaupamálinu, rétt eins og flokkurinn stendur einn að aðildarumsókn Íslands. Kínamálið hefi undir öðrum kringumstæðum átt að færa Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk saman undir formerkjum atvinnusköpunar. Það gerðist ekki; fullveldismál trompuðu atvinnumál.

Hrunið kenndi að auðsóttir milljarðar frá útlöndum eru fljótir að breytast í innlenda martröð.

Varkárni og fyrirhyggja eru boðorð dagsins: Menn í einkarekstri hrósa fjármálaráðherra og formanni Vinstri grænna fyrir ráðdeild í ríkisrekstri.

Síðasta ríkisstjórn fyrir hrun var samstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, kennd við Geir H. Haarde forsætisráðherra. Þetta stjórnarmynstur er útilokað í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá er einnig hægt að útiloka endurnýjaðan þingmeirihluta sitjandi ríkisstjórnar. Þar með er loku skotið fyrir aðild Samfylkingar að næstu ríkisstjórn.

Nýr veruleiki íslenskra stjórnmála, sem Kínamálið dregur skýrt fram, mun setja kraft í tilraunir forystu Samfylkingarinnar að sprengja upp fjórflokkakerfið. Össur reynir að blása í kulnaðar glæður flokksnefnu Guðmundar Steingrímssonar og félaga.

Samfylkingin þolir verr en aðrir flokkar útilokun frá völdum enda afgerandi meirihluti flokksmanna tækifærissinnar.

 

 


mbl.is Ósætti vegna synjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður í einkarekstri hrósar fjármálaráðherra sem er að ná frábærum árangri samkvæmt spá. Heitir það ekki óskhyggja?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.11.2011 kl. 11:56

2 Smámynd: Elle_

Maðurinn sem vísað er í og ýmsir menn í einkarekstri vildu líka nauðungina ICESAVE yfir þjóðina og þar var örugglega ekki verið að hugsa um þjóðarhag.  Hann er að mínum dómi ekki lengur marktækur.  Og hver hælir Steingrími eftir ICESAVE?  Nei, þetta mat er svona ís-jökulkalt mat eins og ´Kúba norðursins´ og  ´frostaveturnir´ og ´ísaldirnar´ sem logið var að okkur að kæmi ef við ekki sættumst á að evrópsk heimsveldi kúguðu okkur.

Elle_, 26.11.2011 kl. 15:38

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú ætlar Nupo til Svíþjóðar með þennan díl aldarinnar. Ekki fordæmalaust þar. Verður spennandi að fylgjast með því. Hann nefnir náttúrlega ekki Danmörku, Noreg, Þýskaland, Frakkland t.d.  Það eru að sjálfsögðu ástæður fyrir því. Hann fær ekki að kaupa lönd þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 16:53

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, Elín hagspáin er undarleg og vert að hrósa Steingrími í þá daga sem hún stendur, enda skammlíft skjall. Álverð hefur t.d. verið í frjálsu falli síðan í október og maður er að pæla hvort þeir eru með slík smáatriði i inni í breytunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband