Laugardagur, 26. nóvember 2011
Kínamáliđ og gjörbreytt íslensk stjórnmál
Stakkaskiptin á íslenskum stjórnmálum eftir hrun koma fram í víglínunum í landakaupamáli kínverska auđmannsins Huangs Nubo. Samfylkingin er hlynnt landssölu til Nubo sem og sá hluti sjálfstćđismanna sem helst vill vinna međ Samfylkingunni.
Meginhluti Sjálfstćđisflokksins er á móti landssölunni; Vinstri grćnir eru eindregiđ á móti og allar líkur ađ Framsóknarflokkurinn sé á móti, ţótt ekki hafi heyrst mikiđ í ţeim.
Samfylkingin stendur ein á landakaupamálinu, rétt eins og flokkurinn stendur einn ađ ađildarumsókn Íslands. Kínamáliđ hefi undir öđrum kringumstćđum átt ađ fćra Samfylkingu og Sjálfstćđisflokk saman undir formerkjum atvinnusköpunar. Ţađ gerđist ekki; fullveldismál trompuđu atvinnumál.
Hruniđ kenndi ađ auđsóttir milljarđar frá útlöndum eru fljótir ađ breytast í innlenda martröđ.
Varkárni og fyrirhyggja eru bođorđ dagsins: Menn í einkarekstri hrósa fjármálaráđherra og formanni Vinstri grćnna fyrir ráđdeild í ríkisrekstri.
Síđasta ríkisstjórn fyrir hrun var samstjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingar, kennd viđ Geir H. Haarde forsćtisráđherra. Ţetta stjórnarmynstur er útilokađ í fyrirsjáanlegri framtíđ. Ţá er einnig hćgt ađ útiloka endurnýjađan ţingmeirihluta sitjandi ríkisstjórnar. Ţar međ er loku skotiđ fyrir ađild Samfylkingar ađ nćstu ríkisstjórn.
Nýr veruleiki íslenskra stjórnmála, sem Kínamáliđ dregur skýrt fram, mun setja kraft í tilraunir forystu Samfylkingarinnar ađ sprengja upp fjórflokkakerfiđ. Össur reynir ađ blása í kulnađar glćđur flokksnefnu Guđmundar Steingrímssonar og félaga.
Samfylkingin ţolir verr en ađrir flokkar útilokun frá völdum enda afgerandi meirihluti flokksmanna tćkifćrissinnar.
Ósćtti vegna synjunar | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Mađur í einkarekstri hrósar fjármálaráđherra sem er ađ ná frábćrum árangri samkvćmt spá. Heitir ţađ ekki óskhyggja?
Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 26.11.2011 kl. 11:56
Mađurinn sem vísađ er í og ýmsir menn í einkarekstri vildu líka nauđungina ICESAVE yfir ţjóđina og ţar var örugglega ekki veriđ ađ hugsa um ţjóđarhag. Hann er ađ mínum dómi ekki lengur marktćkur. Og hver hćlir Steingrími eftir ICESAVE? Nei, ţetta mat er svona ís-jökulkalt mat eins og ´Kúba norđursins´ og ´frostaveturnir´ og ´ísaldirnar´ sem logiđ var ađ okkur ađ kćmi ef viđ ekki sćttumst á ađ evrópsk heimsveldi kúguđu okkur.
Elle_, 26.11.2011 kl. 15:38
Nú ćtlar Nupo til Svíţjóđar međ ţennan díl aldarinnar. Ekki fordćmalaust ţar. Verđur spennandi ađ fylgjast međ ţví. Hann nefnir náttúrlega ekki Danmörku, Noreg, Ţýskaland, Frakkland t.d. Ţađ eru ađ sjálfsögđu ástćđur fyrir ţví. Hann fćr ekki ađ kaupa lönd ţar.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 16:53
Já, Elín hagspáin er undarleg og vert ađ hrósa Steingrími í ţá daga sem hún stendur, enda skammlíft skjall. Álverđ hefur t.d. veriđ í frjálsu falli síđan í október og mađur er ađ pćla hvort ţeir eru međ slík smáatriđi i inni í breytunni.
Jón Steinar Ragnarsson, 26.11.2011 kl. 16:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.