Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Merkel gerir Össur að ómerkingi
Merkel kanslari Þýskalands sagði á leiðtogafundi í dag vanda evrusvæðisins aðeins leystan með breytingum á stofnsáttmálum Evrópusambandsins og samruna ríkisfjármála aðildarríkjanna. Aumingja Össur utanríkis á Íslandi sagði síðast í gær að skuldakreppan í álfunni væri efnahagslegt lítilræði hvers lausn væri þegar ,,teiknuð."
Samkvæmt Financial Times hefur Merkel ekki áður tekið jafn sterkt til orða um nauðsyn samruna ríkisfjármála. Samruninn felur í sér að fjárlagavaldið flyst frá þjóðríkjum til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel.
Ráðuneytið á Rauðarárstíg er ekki með heimild frá alþingi að flytja valdheimildir um íslensk ríkisfjármál til Brussel. Umsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu verður að afturkalla.
Engar breytingar á hlutverki Evrópska seðlabankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyriði það! Aftur kalla umsóknina Jóhanna!
Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2011 kl. 17:56
Össur skilur bara ekki upp né niður í teiknisettinu þeirra í Brussel.
Brussel teiknar; Eurobond.
Merkel segir NEI.
Brussel teiknar; ESFS.
Merkel segir nei og Sarkozy getur ekki.
Brussel teiknar; Miðstjórn.
Monti og allir hinir PIGS segja NEI.
Svona er nú teikningin þeirra í Brussel. Engin vill listaverk tæknikratana, byrokratana og svo allra hinna kratana.
jonasgeir (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 18:30
Össur teiknar bara fiska skyldi það virka í Brussel?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.