Miðvikudagur, 23. nóvember 2011
Samtök afneitara og ljóta leyndarmálið
Vilhjálmur Egilsson var leiddur í öndvegi Samtaka afneitara af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni Baugsstjóra og Hannesi Smárasyni úr FL-Group - tveim mestu snillingum útrásarinnar. Þar situr Vilhjálmur enn og útdeilir sekt og sýknu í málefnum hagvaxtar.
Samtök afneitara og Vilhjálmur telja enn að útrásin hafi verið það besta sem gat komið fyrir lýðveldið. Hrunið var ekki auðmönnunum að kenna heldur misvitrum stjórnmálamönnum og auðvitað krónunni.
Um leið og Vilhjálmur og samtökin úthúða ríkisvaldinu fyrir skort á hagvexti fylgja afhjúpandi yfirlýsingar eins þessi
Vilhjálmur segir skort á fjárfestingum í hagkerfinu helstu ástæðu þess að hagvaxtarhorfur séu umtalsvert verri um þessar mundir en vonir höfðu staðið til fyrir þremur árum.
Yfirlýsingin auglýsir ljóta leyndarmálið í atvinnulífinu: á bakvið Samtök afneitara er eyðimörk. Heil kynslóð atvinnurekenda fór fyrir björg í hruninu. Atvinnurekendur eru ekki í fyrirtækjum; reksturinn er í höndum tilsjónarfólks. Þess vegna verður ríkisvaldið að standa fyrir fjárfestingum.
Ríkið, lífeyrissjóðir og vogunarsjóðir í gegnum bankana er atvinnulífið. Það er ljóta leyndarmálið.
Landsmenn borga reikninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.