Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
Besta-subb á Austurvelli: nýja höfuðborg, takk
Besti flokkurinn er ábyrgur fyrir þeim fíflahætti að leyfa tjaldbúðir á Austurvelli. Reykjavíkurborg, ef einhver skyldi hafa gleymt því, er höfuðborg Íslands. Ef það er núverandi meirihluta Besta flokksins og Samfylkingar um megn að halda reisn og virðingu höfuðborgar lýðveldisins ætti að hafa aðsetursskipti.
Rétt er að minna á að megnið af landi Reykjavíkur tilheyrði Seltjarnarneshreppi hinum forna.
Á meðan yfirlýstir hálfvitar ráða Reykjavíkurborg ættum við að gera Seltjarnarnes að höfuðborg Íslands.
Slæm umgengni á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ótrúlegur helv,,aumingjaskapur að láta þetta viðgangast,,hvar annarstaðar í heiminum yrði það gert
Casado (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 22:27
Það var verið að lagfæra innandyra þegar myndin var tekin
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 22:31
Sælir; Páll - Casado / sem aðrir gestir, Páls !
Þið getið alveg; sparað ykkur gifuryrðin, að þessu sinni, Páll og Casado - burt séð frá Besta flokks nefnunni, sem öðrum áþekkum, svo sem.
En; fróðlegt þætti mér að vita, viðhorf ykkar And- byltingarsinna, til þeirrar umgengni, sem Versalir og nágrenni máttu þola forðum, þegar þeim Loðvík XVI. og Maríu Antoinette, og þeirra slekti var steypt, þar syðra, Sumarið 1789.
Á allt; að vera slétt og fellt - svo hvergi sjái örðu á, þó verðskuldað væri, í því byltingarástandi, sem ríkt hefir hér, frá Haustinu 2008, Páll og Casa do ?
Mðe beztu kveðjum; öngvu að síður, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 22:38
"hvar annarstaðar í heiminum yrði það gert", spyrð þú Casado.
ég veit ekki betur en Occupy wall street hreifingar séu með viðlík mótmæli um flest allan vestræna heim.
el-Toro, 22.11.2011 kl. 22:42
Með beztu kveðjum; átti að standa þar. Afsakið; Helvítis fljótfærnina, gott fólk !
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 22:43
Þú ert án nokkurs vafa leiðinlegasti maður í heimi Páll.....af hverju flytur þú ekki til Langtbortistan og hættir að hrella okkur??!!......
Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 22:47
Sælir; á ný !
Jón Kristjánsson !
Ég mótmæli; ómaklegri sneið þinni, í garð Páls síðuhafa, algjörlega ?
Hvar; væri Mbl. spjall (blog) vefnum komið, nyti Páls ekki við hér, Jón minn ?
Heldur; væri vistin dauflegri, hér um slóðir, ágæti drengur !
Sömu kveðjur - sem seinustu /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.11.2011 kl. 22:56
Skiptir engu havaða tilgangi eða af hvað æðri eða lægri hvötum þessi mótmæli eru. Þetta eru samt sóðar. Mótmæli eiga oft á tíðum rétt á sér en þetta er bara subbuskapur og kjánagangur.
Ekki sáttur við ástandið (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 00:09
Hmm Casado ... víðs vegar um Bandaríkin, Bretlandi og annarsstaðar í Evrópu. Ef það stendur einhversstaðar að fólk megi ekki tjalda á Austurvelli þá vil ég sjá það skriflegt í lögum. Ef það er satt þá hlýtur einnig að vera bannað að sitja á teppi á sólríkum sumardegi og þar að auki þá skulum við halda okkur innan skynsamlegra marka og segja að það sé bannað að labba á grasinu !
Jón, 23.11.2011 kl. 01:47
Kanski að ef að þið vitleysingjarnir vissuð eitthvað um þessi mótmæli hefðuð þið vitað að Kraftur hreyfingarinnar var einfaldlega á þrotum. Það voru aðallega 2 einstaklingar sem að héldu þessu uppi í u.þ.b. viku þrátt fyrir að við höfum verið rænd 3 sinnum, lögreglan hafi tekið niður tjöldin 3 sinnum og 1 sinni verið reynt að kveikja í stóra tjaladinu, það er frekar erfitt að vera þarna 24/7 þegar að fólk þarf líka að mæta í vinnu en við vonuðumst jú eftir því að fleira fólk kæmi og tæki þátt. Fólk var búið að hvetja okkur áfram og biðja okkur um að gefast ekki upp. Það var mörgum huggun í því að einhverjir væru að gera eitthvað sýnilegt til að standa í hárinu á þeim öflum sem að ráðskast með örlög almennings eins og þeim sýnist: þ.e.a.s. Bankarnir o.f.l. . Hvað eruð þið svo að gera til að bæta ástandið annað en að röfla eitthvað á netinu sitjandi í hita heima í stofu ??? Þessi Occupy Hreyfing átti að vera fyrir 99% fólksins, við vorum ekki að tjalda á austurvelli af því að það er svo gaman eða þægilegt að reyna að sofa í kulda innan um röflandi fyllibyttur - VIÐ VORUM AÐ GERA ÞETTA FYRIR YKKUR !!!! Þessi hreyfing var alltaf lítil og útséð með að þetta gæti aldrei gengið til lengdar en við gerðum þetta samt, og þó að tjaldbúðirnar séu farnar núna þá munum við halda áfram að berjast fyrir bættu þjóðfélagi uppí grasrótarmiðstöð (brautarholti 4 - www.grasrot.tk) og gegnum póstlistann okkar og það tengslanet sem við höfum myndað í gegnum þetta, og allir eru velkomnir að vera með. - 'Occupy Reykjavik' mun lifa áfram í einni eða annari mynd svo lengi sem við höldum hópinn
PS: Tjöldin hafa verið tekin niður núna en það eru enn nokkrir svartir ruslapokar eftir og nokkur vörubretti. Þeta verður alltsaman fjarlægt fyrir hádegi í dag. Fólk þurfti einfaldlega frá að hverfa vegna þreytu og tímaskorts, enda voru þetta bara 4 einstaklingar sem að sáu um að taka tjöldin og allt dótið.
maggi220 (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 03:14
Takk maggi220 , vonandi hittumst við í framtíð við að leiðrétta þann mismun sem viðgengst í heiminum, kær kveðja af norðurlandi.
Sigurður Haraldsson, 23.11.2011 kl. 05:42
Sjálfsagt að mótmæla, en "maggi220" hefur þú ekkert verið á landinu sl. 3ár..??? Það eru 20.000 manns flúnir burt í boði þessarar helferðarstjórnar sem stæriri sig svo á minkandi atvinnuleysi í kjölfarið. Fólkið sem stóð mest í mótmælum skömmu eftir hrunið er farið og eftir situr "Já" fólkið fyrir óbreytta stefnu fjórflokkana og stjórnmálastéttarinnar. Restarnar af fólkinu sem vill mótmæla hefur ekki efni á því að mæta. Svona vilja Íslendingar hafa það og þannig verður það. Engin breyting, ekkert nýtt Ísland bara sama gamla ógeðslega viðbjóðslega sukkið.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 05:57
Held að slátturinn í Occupy hreyfingum hafi þynnst út víðast hvar í nóvember sudda og rigningu.
Hér í Vancouver krafðist borgarstjórinn "lögbanns" á Occupy Vancouver, sem dómarinn féllst á . Þá fluttu mótmælendur sig um nokkrar götur og telja sig nú vera fylkismegin. Í fréttunum í kvöld sagðist fylkisstjórinn Christy Clark, búin að fá nóg af þessu "rugli" og ætlar að krefjast lögbanns í fyrramálið.
Slakinn í mótmælum hér snerist mikið um að heimilislausir fíkniefnaneytendur voru helstu ábúendur occupæsins. Var eins og Woodstock tjaldstæði, með lykt og leðju. Það var örugglega ekki þannig í Reykjavík eins og klárlega kemur fram hjá "magga220"
Kannski var umburðarlyndi Besta, einfaldlega það besta í stöðunni Páll?
Jenný Stefanía Jensdóttir, 23.11.2011 kl. 06:29
Páll á fá "Hina Gullnu Þroskatúttu" sem á að veita fullorðnum pelabörnum og þykjastfólki.
... þessi blaðagrein MBL og umræða hefur leitt til þess að fullt af fólki er alvarlega að hugsa um að ganga örna sinna á Austurvelli til að mótmæla hugarfarslegum sóðaskap á Alþingi! Það verður heimsfrægt ef af verður og þá geta Íslendingar gengið stoltir um á eftir...
Á meðan þjóðin þarf að hlusta á svona hugarfarslegan sóðaskap eins og þetta blogg, þá er aldrei að vita hvort maður fari ekki niður á Ausurvöll þegar manni verður mál. Svo mikið ógeð fær maður á fólki sem er með þetta sama skítuga hugarfar og Páll...
Og bullið á þessari ríkisstjórn og vesölum fylgjendum þeirra er orðið svo yfirgengilegt að það er með eindæmum. Það er kanski síðasta friðsömu mótmælin sem eftir eru, að kúka í mótmælaskyni. Þá geta subbubloggarar eins og Páll notið þess að rífa sig oní rassgat yfir því að því skuli yfirleitt vera mótmælt að fólk sé pínt og kvalið í nafni kurteisi, friðar og spektar, ró og friðar og allt annað lygabull sem þetta fólk býr til og meinar ekkert með...
Þá er bara að vopnast laxerolíu og hella í sig öllu gumsinu rétt áður enn hlaupið er inn í raðir fábjána á Alþingi sem kalla sig þess verðuga að stjórna öðrum, og heimta ofurlaun fyrir það eitt að stunda rányrkju og níðingsskap á fólki sem á sér enga hliðstæðu í Íslandssögunni...
Stoppa þessa þvershausa, peningaróna og afturhaldsseggi hvar sem næst í þá. Í orði sem og á borði...
Óskar Arnórsson, 23.11.2011 kl. 06:40
Sigurður Kristján Hjaltested er með þetta.
Þetta er kjarni málsins.
Hér er allt óbreytt og þannig vill flokksbundinn og hugsunarlaus almenningur hafa það.
Þeir sem það geta fara.
Rósa (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 08:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.