Þriðjudagur, 22. nóvember 2011
Pólitísk lausn á evru-vanda
Eftir því sem meiri samstaða verður um greininguna á kjarnavanda evru-samstarfsins verða kostirnir skýrari. Evruland, þ.e. gjaldmiðlasamstarf 17 ESB-ríkja, er fyrst og fremst pólitískt vandamál en aðeins í öðru lagi efnahagslegt vandamál. Það sést best á því að þjóðhagsreikningar evrulands, s.s. ríkssjóðshalli og opinberar skuldir, í heildina í lagi.
Vandinn er að Þjóðverjar líta ekki á grískar ríkisskuldir sem sínar og Grikkir telja að Þjóðverjum komi ekki við hvernig þeir reka gríska ríkissjóðinn. Evruland er með 17 ríkisstjórnir sem hver og ein er ábyrg fyrir kjósendahópum sem eru hver af sínu þjóðerni.
Pólitísk lausn á evru-vandanum er Stór-Evrópa. En það er bara ekki áhugi á slíkri lausn. Þess vegna mun evru-samstarfið liðast í sundur.
Evrópsk hlutabréf lækkuðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.