Össur velur ESB með bundið fyrir bæði augu

Össur Skarphéðinsson viðurkennir í grein í Fréttablaðinu í dag að hann viti ekki hvernig Evrópusambandið muni breytast á næstu misserum og árum. Engu að síður vill Össur ólmur að Ísland gangi inn í félagsskap sem ætlar að gerbreyta reglunum sínum til að komast hjá því að liðast í sundur.

Össur skrifar um tilvistakreppu Evrópusambandsins

En í Evrópu eru menn sammála um eitt: Núverandi efnahagserfiðleikar kalla á meiri samvinnu, ekki minni, og það er enginn að gefast upp. Við þurfum meiri Evrópu til að vinna okkur út úr vandanum.

Stórfelldar breytingar á Evrópusambandinu standa fyrir dyrum og þær taka nokkur ár. Össur og aðalsamningamaður hans, Stefán Haukur Jóhannesson, ætla að ljúka samningum við Evrópusambandið árið 2013. Þeir samningar verða fullkomlega marklausir þar sem Evrópusambandið verður í miðju breytingarferli.

Össur reynir að selja íslensku þjóðinni eftirfarandi staðhæfingu: aðildarsamningur við Evrópusambandið er fastari í hendi en Evrópusambandið sjálft.

Þeir sem trúa Össuri trúa líka á jólasveininn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stórríkið kallar á Össur og félaga. Þau dreymir feita bitlinga og pólitíska framtíð án kjörtímabila. Óskhyggjan teymir þau á asnaeyrunum í áttina að hengiflugi verstu fjármálakreppu sögunnar. Enn er þó von um að hægt sé að afstýra því versta, en það kallar á að stórríkisdraumar Evrukratanna rýrni. Þannig að vonin er lítil.

reiður (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 10:31

2 identicon

Evrópskir stjórnmálamenn vilja meiri samvinnu. Þegar Össur segir við á hann væntanlega við sig og Árna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 11:17

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

ESB verður hrunið til grunna fyrir 2013.  Össur verður svipað grín og varnarmálaráðherra Saddams, sem stóð og lýsti yfir að þeir væru að vinna og að bandamenn hefðu ekki náð til Baghdad á meðan sprengjurnar sprungu fyrir aftan hann.

 Össur mun aldrei viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. Hann er bara slíkt smámenni.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2011 kl. 11:47

4 identicon

Össur segir meiri samvinna Evrópu, þýðing;

Meira einræði miðstjórnar Brussel.

Meiri Evrópa þýðing; 

Meiri krísa, meiri eymd og volæði a la Evropa um leið og greiðslur til erlendra pólitíkusa fara úr böndum.  Þetta er það sem verið er að horfa upp á. Ekki talið milljónum heldur milljörðum.

Þetta samfylkingarfólk.  Því er bara alls ekki viðbjargandi.  Bara alls ekki svei mér þá.  Verri staðfesting stokkhólmsheilkennisins á Íslandi er bara ekki til.

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 11:50

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Evrópusambandið mun alltaf taka beytingum í tímans rás enda er þetta ekki saðnað fyrirbrigði.  Ef við ætlum að bíða þangað til það er "fullmótað" þá munum við bíða til eilífðarnóns. Hvort sem við erum þar inni eða ekki þá munu breytingar á því hafa mikil áhrif á okkur enda eru þetta okkr næstu nágrannar og helsur viðskiptalönd. Ef við viljum hafa eins mikil áhrif og kostur er í hvaða átt helstu málefni Evrópu þróast þá gerum við það best með því að taka þátt í samstarfvettvangi þeirra.

ESB eru einfaldlega samtök sjálfstæðra og fullvalda lýðræðisríkja Evrópu með það að markmiði að bæta lífskjör almennings í öllum aðildarríkjum sínum auk þess að stuðla að friði milli aðildarríkja. Mjög mikill árangur hefur náðst á báðum sviðum og þó vissulega hafi þar komið fleira til en ESB þá er alveg á hreinu að ESB á þarna stópran þátt.

Til viðbótar hefur bæst við verkefni ESB að standa að sameiginlegum ákvörðunum í umhverfismálum enda er það málaflokkur sem ekki verður leystur á grunvelli þjóðríkja þar sem um alþjóðlegt vandamál er að ræða.

Einnig hefur ESB náð miklum árangir í að bæta mannréttindi bæði í Evrópu og á alþjóðavísu. Í dag eru til dæmis Trykir að taka til í mannréttindamálum hjá sér til að eiga möguleika á að ganga í ESB. Það eru til dæmis mörg ár síðan síðast var maður tekinn af lífi í Tyrklandi og það tengist skýrt áhuga þeirra á a ganga í ESB. Þess verður vart lengi að bíða að dauðarefsingar verði afnumdar úr refsilöggjf Tryklands enda er það eitt af skilyrðum þess að eiga möguleika á inngöngu í ESB.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2011 kl. 11:54

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lest þú ekki fréttir Sigurður M. Grétarsson?  Þetta "samband" "Fullvalda ríkja" hfur þróast og mun þróastt í eitt Evrópuríki undir einni miðstjórn. Ekkert ríki verður fullvalda. Þau hætta að vera til. Ókjörnir teknókratar með velferð fjármálastofnana að markmiði munu segja þér hvernig þú átt að sitja og standa.  Þetta eru leiðtogar sambandsins gefið út sem einu leiðina til bjargar sambandinu. Þeir hafa þegar skipt um þjóðhöfðingja þriggja ríkja, sem ekki þýðast þetta miðstýringarvald og sett teknókrata sína við völd. Á ítalíu er frrverandi ráðgjafi Goldman Sacks t.d. sem m.a. á þátt í hruni Grikklands. German dominated Europe again. Ring any bells?

Hvern adskotann ertu að tala um maður? Á þetta að vera réttlæting á því að halda áfram helförinni inn í brennandi bandalag? 

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2011 kl. 12:32

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mannréttindi og lýðræi er fótum troðið í Evrópubandalaginu. Reyndu að selja einhverjum öðrum uber nationalistum þennan söng þinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.11.2011 kl. 12:36

8 identicon

Sigurður M. Grétarsson.

Ég veit ekki hvort þú er fyndin, sorglegur eða bara "plain stupid".

Samband fulvalda ríkja!  Hahaha.

Núna þegar er miðstjórnin búin að afnema tvær ríkisstjórnir og setja "sína menn" í sorsæti.  Grikkland og Ítalía eru stór lönd.  Í það minsta miðað við Ísland.

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 12:39

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jón Steinar. Jú ég les fréttir og hef eimitt fylgst vel með málefnum ESB. Ef þú lest það út úr fréttum að ESB sé að þróast í eitt ríki ert þú að misskilja fréttirnar all hrapalega. Ég hef reyndar þá trú að þú hafir frekar lesið eitthvað í þá veru á áróðursvefjunum Heimssýn eða Evrópuvaktinni þar sem farið er mjög frjálslega með staðreyndir varðandi ESB svo vægt sé til orð tekið.

ESB er ekki ríkjabandalar og það er fátt sem bendir til þess að svo verið þó vissulega sé samstarf ríkjanna þar að ná yfir á fleiri svið en verið hefur. Eftifr stendur þó sú staðreynd að öll ríki ESB eru sjálfstæð og fullvalda og geta yfirgefið þetta samstarf hvenær sem er ef þeim sýnist svo.

Vissulega eru mannréttindi ekki fullkomin innan ESB frekar en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Staðreyndin er hins vegar sú að það finnst varla nokkur staður í heiminum þar sem mannréttindi eru betur virt en innan ESB landa. Þú getur kanski nefnt einhver lönd þar sem mannréttindi eru betur virt en í ESB ríkjum og fært rök fyrir því.

ESB hefur ekki sett neinar ríkisstórnir af. Hins vegar hafa yfirstjórnir ESB og þeirra banka sem ætla að veita tilteknum ríkjum ESB aðstoð sett viss skilyrði fyrir því sem vissir leiðtogar treystu sér ekki í enda rúnir trausti heima fyrir. Það vor á endanum þeirra eigin landsmenn og þeirra eigin stjórnmálamenn sem settu þá af enda treystu þeir þeim ekki til að leiða þjóðir sínar úr þeim ógöngum sem þeir voru búnir að koma þeim í. Ég held að fagnarðarlætin í Róm þegar Berluskoni sagði af sér segi allt sem segja þarf um það hverjir það voru sem komu honum frá völdum.

Sigurður M Grétarsson, 19.11.2011 kl. 13:27

10 identicon

Einföld spurning og einfalt svar Sigurður;

Hver kaus núverandi forsætisráðherra Grikklands eða Ítalíu?

Svar;  Engin.

Hvernig voru þeir valdir?

Af miðstjórnarklíku Brussels og alþjóðabankanna.

Eru það sjálfstæð ríki þar sem þetta er svo?  Nei.

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 13:38

11 identicon

Þeir eru ansi margir einangrunartrúðarnir eins og Össur og Sigurður M. sem ganga erinda erlendra þjóða hvað varðar ESB og Icesave ánauðina til að leggja þjóðfélag í sárum gjörsamlega í rúst.  Menn sem hafa ekki samvisku eða einfaldlega vit á að skammast sína og halda sig úti eftir að hafa gert jafn tignarlega í brók er óskiljanlegt nema þá að þar fari hreinræktaðir stríðsmenn Baugsfylkingarinnar og auðrónanna sem fastast hafa sótt að komast inn í spillingarveröld ESB. Hvað þessar brekkur telja bíði sín í Brusselparadísinni er ekki gott að vita, en eitt er víst að þeir trúa líka að jólasveinninn setji nammið í skóinn þeirra.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 14:23

12 identicon

Áhugavert að sjá hreinræktaða ESB - einangrunarsinna dást að því að ekkert er að marka sambandið í dag því það mun breytast á morgun hvort sem er.  En auðviað mun ekki verða hróflað við neinu sem samið verður við hið stórkostlega örríkið Íslands og verður notað til að blekkja ESB - einfeldninga í jólapakkanum sem þeir fá að kíkja í... 

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 15:40

13 Smámynd: Elle_

Hættulegur Össur ræður þessu ekki.  Össuri á að víkja úr alþingi ásamt Jóhönnu og Steingrími og þó löngu fyrr hefði verið.

Elle_, 19.11.2011 kl. 15:57

14 Smámynd: Elle_

En hann Sigurður M. er augljóslega ekki ´plain stupid´ og mér finnst leiðinlegt að lesa það frá manni sem ég er oftast sammála.

En ég skil ekki stuðning hans við mestalla vitleysuna í Samfó.  Hann sagði allavega einu sinni (í síðu Guðmundar Jónasar) að hann hefði viljað að þjóðin fengi að kjósa um hvort sótt yrði um eða ekki (man ekki alveg orðalagið). 

Svo kemur hann líka með góð rök fyrir sjálfsögðum mannréttindum fyrir Palestínu og gegn ofbeldi á þeim af völdum Ísrael.   

Elle_, 20.11.2011 kl. 14:49

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jonasgeir. Það voru þjóðþing Grikklands og Ítalíu sem kusu nýja forsætisráðherra þeirra ríkja rétt eins og gert er á Íslandi. Aðrir hafa ekki völd til þess að gera það þó ekki sé hægt að útiloka að einhverjir aðrir hafi beitt áhrifum sínum með einhverjum hætti.

 Guðmundur 2 Guðmundsson. Það er engin að ganga erinda annrra þjóða. Við sem styðjum inngöngu Íslands í ESB gerum það vegna þeirrar sannfæringar okkar að það muni verða til gæfu fyrir íslensku þjóðina. Og það sem  meira er við höfum ansi sterk rök fyrir því og byggjum okkar rökstuðning á staðreyndum öfugt við þær mýtur og hræðsluáoróður sem einkennir málflutning ýmissa ESB andstæðínga.

Fullyrðingar um að við séum einhvers konar "stríðsmenn Baugsfylkingarinnar og auðrónanna" getur í besta falli talist ómerkilegt skítkast og persónuníð. Slíkur málflutningur segir meira um þá sem láta hann frá sér en þeim sem hann er beint að.

ESB hefur og mun alltaf taka breytingum enda eru þetta lifandi samtök sem breytast með breyttum tímum og breyttum aðstæðum. Ef menn ætla að bíða eftir því að ESB sé fullmótað áður en menn sækja þar um þá þurfa menn að bíða ansi lengi.

En það er hins vegar alveg rétt hjá þér að það verður ekki hrólfað við neinu sem samið verður um nema við samþykkjum það. Það stafar af því að aðildarsamnningar einstakra ríkja hafa sama væti og stofnsáttmáli ESB. Það hafa öll ríki ESB neitunarvald gagnvart slíkum breytingum og þar með talið ríkið sem aðildarsamningurinn tekur til. Það er því einmit einn af þessum innihaldslalusu hræðsluáróðrum ESB andstæðinga þegar þeir halda því fram að það sem við semjum um standist síðan ekki þegar á reynir. Í því efni skiptir stærð ríkisins engu máli.

Elli Ericsson. Takk fyrir góð orð í minn garð. Ég styð enga vitleysu í Samfó. Ég styð ekki allt sem frma Samfylkingunni kemur en ég stið allt sem frá þeim kemur sem er skyndsmlegt og í samræmi við mínar stjórnmálaskoðanir. Innganga Íslands í ESB að því gefnu að viðunandi aðildarsamningur náist er skynsöm stefna að mínu mati.

Sigurður M Grétarsson, 20.11.2011 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband