Fimmtudagur, 17. nóvember 2011
ESB-sinnar svindla
Hvort vilt þú slíta aðildarviðræðum við ESB eða ljúka aðildarviðræðum og fá að kjósa um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Með því að tengja þjóðaratkvæðagreiðsluna við aðildarviðræður er sótt í þann hóp fólks sem er hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslum - en þarf ekkert endilega að vera hlynnt aðildarviðræðum. Spurningin heldur ekki máli faglega.
Skoðanakönnun sem MMR gerir fyrir Andríki sýnir að meirihluti landsmanna, 50,5 prósent, vill draga aðildarumsóknina tilbaka en 35,3 prósent halda umsókninni til streitu.
Capacent Gallup gerði hliðstæða könnun fyrir Heimssýn í sumar og þar 51 prósent landsmanna fylgjandi því að draga umsóknina tilbaka.
Í báðum þessum könnunum var fylgt heiðarlegum vinnubrögðum og spurt hlutlaust.
MMR spurði fyrir Andríki svona
Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka?
Capacent Gallup spurði fyrir Heimssýn á þennan veg
,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?
Með svindlkönnun ESB-sinna, þar sem fylgjendur þess að klára aðildarviðræður eru lagðir saman við þá sem hlynntir eru þjóðaratkvæðagreiðslum, tekst að kreista hlutfallið upp í 53,1 prósent.
Litlu verður Vöggur feginn.
Meirihluti vill kjósa um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Athugaðu að þetta eru 53% þeirra sem afstöðu taka. Hlutfall þeirra sem eru óákveðnir eða vilja ekki svara (ég myndi neita að svara í svona vitleysukönnun!) er ekki tekið með - væntanlega vegna þess að þá færi hlutfall stuðningsmanna vel undir 50%.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 23:44
Sorglegt að þurfa að verða vitni að því hvernig aðildarsinnar láta einhverja ESB öfgatrúarmenn stjórna lygaherferðinni í boði ESB með hundruð milljónirnar og um leið sturta trúverðugleika sínum með þeim seku niður í skólplagnirnar eins og hverjum öðrum úrgangi.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 00:45
Þetta er rétt sem hans segir. Ef við tökum þá sem afstöðu tóku eingöngu inn í könnun MMR, þa er hlutfallið 58%, sem er 7.5% sveifla andæðingum í hag.
Í könnun MMR er hlutfall meðmæltra um 35%. Hvað í osköpunum skýrir þennan mun en valkvæð viðmið og forsendur í túlkun?
Í þessari Gallupkönnun eru þó andstæðingar með rúm 46%.
Raunveruleg niðurstaða er þver öfug, ef rétt er farið með. Andsnúnir 53% meðmæltir 46%.
Þetta er fölsuð niðurstaða með hlutdrægum forsendum og gildishlöðnum spurningum. Capacent Gallup þarf að svara fyrir það.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2011 kl. 05:30
Á RUV og í Samfylkingarpressuni var gert eins lítið og hægt var úr könnun MMR og hún lifði ekki á síðum þeirra nema örskotsstund. Allar sögðu þær, "Hlemingur vill draga umsóknina til baka." sem gefur í skyn að helmingur se meðmæltur, þótt það sé langt í frá sanni.
Sóðaskapur áróðursmiðlanna verður meiri með hverjum degi. Pravda hlýtur að vera eins og safnaðartímarit við hliðina á þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2011 kl. 05:38
Rétt er að benda á að vikmörkin í svona könnun nema um 3-4%. Þaueru hér nýtt í "rétta" átt á báða bóga til að skoðanahönnunin líti sem best út.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2011 kl. 05:45
Bíðum þar til þjóðarpúls gallup sem verið er að gera núna verður birtur, þar er ekki spurt skoðanamyndandi um þetta heldur bara hreint út.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 08:33
Páll ert það þú sem ert að skrifa fyrir Heimssýn. Því færslan er alveg nákvæmlega eins.
Það eru margir sem fara leynt með svona hluti en þarna blasir staðreyndin við.
Sorglegt.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.11.2011 kl. 08:49
Menn eru frekar sammála um að þetta sé ómarktæk könnum. Ragnar Arnalds var með ádeilu á Vinstrivaktinni í gær
Andlýðræðisöflin í Samfylkingunni, VG og meðal Gnarrista sökkva æ dýpra með evruna bundna um ökklann.
Capacent á Íslandi er búið að gera sig ómarktæka vegna lélegra vinnubragða sem stangast á við Gallup-staðla.
FORNLEIFUR, 18.11.2011 kl. 12:15
Rúnar Vilhjálmsson háskólaprófessor gjörsamlega jarðaði kannanir ESB - einangrunarsinna sem birtust í Baugs og ESB fjölmiðlunum Fréttablaðinu og Fréttatímanum unnum af "fagfyrirtækjum" í síðdegisþætti Rásar - 2 í dag, á sömu forsendum og koma fram hér að ofan. Hvað verður til þess að menn verða hreinlega kærðir fyrir óþverravinnubrögðin sem þessi skrýll viðhefur. Skiptir það ef til vill engu máli hvernig ESB hagar sér og fjármagnar lygaáróðurinn sem dynur á þjóðinni og fer örugglega ekki minnkandi..??
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 17:30
HA HA HA HA .... Baugssleggjan fer á kostum eins og venjulega þegar allt er komið upp á bak. Páll er framkvæmdastjóri Heimssýnar svo að tilviljunin að textinn er eitthvað svipaður og hvað þá sá sami er stjarnfræðileg og toppurinn er að Heimssýn taka skýrt fram hvaðn greinin hjá þeim er fengin.:
"(Tekið héðan.)"
Greinin í Heimssýn.:
http://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/1205574/
ESB - einangrunarsinnar eru komnir langt yfir það að vera bara sorglegir....
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 17:44
Guðmundur 2 hefur greinilega ekki skilið það sem Rúnar Vilhjálmsson sagði í viðtali á rás. Við bendum fólki á að hlusta á viðtalið sjálft og dæma sjálft. Frá strigakjöftunum Guðmundi 2 og vini hans Jóni ragnari leikmunagerðamanni frá Siglufirði kemur yfirleitt ekkert af viti. Á mælikvarða Jóns sjálfs er hann þó óvenjulega málefnalegur. Hann forðast t.d. skítkast og óviðeigandi dónaskap sem einkenna öll hans skrif.
gangleri (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.