Staðfest: fullveldi og ESB-aðild fer ekki saman

Jæja, það kom að því. Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman Van Rompuy, staðfestir að þjóðir sem ætla að starfa saman í evru-samstarfi tapa sjálfstæði sínu. Núna, rúmum tíu árum eftir að evran var sett a flot, er hægt að viðurkenna að aðild felur í sér missi fullveldis.

Evrópusambandið verður upptekið af því næstu árin að setja bönd á fullveldi aðildarríkjanna. Hvort skert fullveldi þjóðríkja og aukin miðstýring Brussel bjargi evrunni, skal ósagt látið.

Hitt er öllum ljóst að Evrópusambandið sem samfylkingarhluti ríkisvaldsins sótti um aðild að sumarið 2009 er ekki lengur til. Forsendubrestur umsóknarinnar er algjör. Við eigum að afturkalla umsóknina strax.


mbl.is Samstaða þýðir missi sjálfstæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ætli Össur viti af þessu??

Vilhjálmur Stefánsson, 17.11.2011 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband