Miðvikudagur, 16. nóvember 2011
Samfylkingin hótar Sjálfstæðisflokki klofningi
Samfylkingin er einangruð og sér fram á fylgistölu í kringum 15 prósent við næstu kosningar. Samfylkingin var stofnuð fyrir tíu árum til að ná völdum í íslenskum stjórnmálum og einangrunin útilokar völd. Samfylkingar-Eyjan er með plott að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn til að bjarga sér.
Samfylkingin hótar að kalla heim samfylkingardeild Sjálfstæðisflokksins og hnoða saman framboði Guðmundar Steingrímssonar og Benedikts Jóhannessonar, Ólafs Stephensen, Þorsteins Pálssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.
Stefnuskrá nýja framboðsins er svohljóðandi: látum Evrópusambandið sjá um íslensk málefni.
Athugasemdir
Samfylkingin!? Nei, Þeim tekst aldrei að klobba Sjálfstæðisflokkinn,
Helga Kristjánsdóttir, 16.11.2011 kl. 22:22
Fínt að smala þeim saman á einn stað til pólitískrar slátrunar
Örn Ægir (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 00:15
ESB aftaníossunum
Örn Ægir (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 00:16
Það gæti ekki annað en styrkt Sjálfstæðisflokkinn ef hann losaði sig við alla ESB og Icesave skæruliða.
.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 00:52
Allir flokkar yrðu sterkari án landsölufólks og ICESAVE-SINNA. Við almúginn sjáum vel í gegnum samofin svikin: EU=ICESAVE.
Elle_, 17.11.2011 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.